Jóhann Berg klúðraði dauða­færi til að jafna gegn Liverpool

Diogo Jota er snúinn aftur úr meiðslum og tók ekki langan tíma að setja nafn sitt á blað
Diogo Jota er snúinn aftur úr meiðslum og tók ekki langan tíma að setja nafn sitt á blað Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson klúðraði dauðafæri og mistókst að jafna fyrir Burnley gegn Liverpool í stöðunni 0-1. Diogo Jota skoraði svo í sínum fyrsta leik í rúman mánuð og lokatölur urðu að endingu 0-2. Liverpool kom boltanum þrívegis í netið en eitt markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins.

Darwin Nunez batt enda á markaþurrð sína snemma í leiknum, hann hafði ekki skorað í síðustu níu leikjum en gerði það strax á 6. mínútu eftir stoðsendingu Cody Gakpo. 

Harvey Elliott tvöfaldaði forystu gestanna á 55. mínútu eftir gott samspil við Ryan Gravenberch. VAR dómarar leiksins skoðuðu markið og dæmdu það ógilt vegna rangstöðu Mohamed Salah sem truflaði markmann Burnley. 

Boltinn barst svo út á vinstri væng Burnley skömmu síðar. Wilson Odobert sólaði sig þar framhjá Trent Alexander-Arnold og gaf boltann fyrir á varamanninn Jóhann Berg sem var í algjöru dauðafæri en tókst ekki að stýra skallanum á markið. Afar óheppinn að jafna ekki leikinn þar. 

Að öðru leyti voru Liverpool mun sterkari aðilinn á vellinum og sönnuðu það með öðru marki í uppbótartíma. Diogo Jota kom inn á sem varamaður en hann er að stíga upp úr meiðslum. 

Það tók Portúgalann ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en hann gerði það aðeins fimm mínútum síðar með þrumuskoti og innsiglaði sigur Liverpool sem skýst upp í efsta sæti deildarinnar. Burnley situr áfram í því 19.. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira