Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2023 19:24 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. Jón Steinar segir í samtali við fréttastofu að til hans hafi leitað Grindvíkingar og til standi að höfða mál vegna lokana í bænum. „Okkur liggur náttúrulega á, þannig að við reynum að hraða því eins og hægt er,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Hann sé ekki með tölu á þeim sem hafi leitað til hans, en málið verði höfðað í nafni eins þeirra. Það sé af réttarfarslegum ástæðum en niðurstaða í því máli muni hafa fordæmisgildi fyrir mál hinna. Safna upplýsingum um ákvarðanir lögreglu „Nú erum við að leita eftir upplýsingum um hvenær hvaða ákvarðanir voru teknar. Við þurfum að tímasetja þær til að geta haft þær réttar í dómkröfunum,“ segir Jón Steinar og bætir við að lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafi verið sent bréf í gær þar sem óskað hafi verið eftir tímasetningum einstaka ákvarðana varðandi lokanir bæjarins. Málið sé því enn á frumstigum og ekki ljóst hverju verði byggt á nákvæmlega. „Svo munum við biðja um flýtimeðferð á málinu. Það er heimilt í lögum þegar sérstaklega stendur á að fá slíka meðferð,“ segir Jón Steinar, og telur augljóst að hér sé um slíkt mál að ræða. Þurfi að leggja aðra í hættu Fyrr í dag birti Jón Steinar færslu á Facebook, sem ber yfirskriftina „Lagaleg sjónarmið um rétt íbúa í Grindavík til að fara til heimila sinna þrátt fyrir bann stjórnvalda“. Þar tekur Jón Steinar til þrjú atriði, máli sínu til stuðnings. Færsluna birti hann í tilefni málsins sem nú er í undirbúningi. Hann segir óheimilt að meina mönnum að fara til heimila sinna nema að lágmarki sé sýnt fram á að öðrum mönnum stafi hætta af för þeirra þangað. Jón Steinar segir stjórnvöld sjálf líklega ekki tefla þeim rökum fram að öðrum en Grindvíkingum stafi hætta af heimför þeirra. „Þannig eru ákvæðin í 3. mgr 71. gr. stjórnarskrár um að takmarka megi friðhelgi heimilis klárlega bundin við að ógnað sé réttindum annarra. Stjórnvöldin virðast einungis styðja bann sitt við þörf á að vernda eigendur húsa í Grindavík fyrir sjálfum sér. Til þess hafa þau ekki heimild ef á annað borð verður talið, eins og hér á landi, að borgarar búi almennt við persónulegt frelsi. Ákvæði 23. og 24. gr laga um almannavarnir, sem stjórnvöld sjálfsagt vísa til, hljóta því að víkja fyrir þessum ákvæðum stjórnarskrár,“ skrifar Jón Steinar. Persónulegt frelsi íbúa heimili þeim meðal annars að stofna sjálfum sé í hættu, ef hætta er á annað borð á ferðum. Sönnunarbyrðin hjá stjórnvöldum Þá segir Jón Steinar engar forsendur til að telja að húseigendum eða fjölskyldum þeirra stafi sjálfum hætta af því að fara heim. „Sönnunarbyrði um þetta hlýtur að hvíla á stjórnvöldunum sem byggja bann sitt á þessu. Sé svona hætta talin vera fyrir hendi hlýtur hún líka að teljast smávægileg og getur hreint ekki talist nægileg til að standa framar rétti eigendanna til nýtingar á eignum sínum,“ skrifar Jón Steinar. Ekki bannað að leggja sjálfan sig í hættu Loks segir Jón Steinar að þótt talið yrði að eigendur stofnuðu lífi sínu í verulega hættu með því að fara heim, hafi stjórnvöld þrátt fyrir það ekki heimild til að banna þeim það. Engin almenn regla banni mönnum að stofna lífi sínu í hættu, og það geri menn iðulega án afskipta stjórnvalda. Jón Steinar tekur ýmsar íþróttir sem dæmi, máli sínu til stuðnings „Fjallgöngur við hættulegar aðstæður, langsund í köldum sjó, flug úr mikilli hæð með tilbúnum vængjabúnaði [og margt fleira],“ skrifar Jón Steinar. Grindavík Lögmennska Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Jón Steinar segir í samtali við fréttastofu að til hans hafi leitað Grindvíkingar og til standi að höfða mál vegna lokana í bænum. „Okkur liggur náttúrulega á, þannig að við reynum að hraða því eins og hægt er,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Hann sé ekki með tölu á þeim sem hafi leitað til hans, en málið verði höfðað í nafni eins þeirra. Það sé af réttarfarslegum ástæðum en niðurstaða í því máli muni hafa fordæmisgildi fyrir mál hinna. Safna upplýsingum um ákvarðanir lögreglu „Nú erum við að leita eftir upplýsingum um hvenær hvaða ákvarðanir voru teknar. Við þurfum að tímasetja þær til að geta haft þær réttar í dómkröfunum,“ segir Jón Steinar og bætir við að lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafi verið sent bréf í gær þar sem óskað hafi verið eftir tímasetningum einstaka ákvarðana varðandi lokanir bæjarins. Málið sé því enn á frumstigum og ekki ljóst hverju verði byggt á nákvæmlega. „Svo munum við biðja um flýtimeðferð á málinu. Það er heimilt í lögum þegar sérstaklega stendur á að fá slíka meðferð,“ segir Jón Steinar, og telur augljóst að hér sé um slíkt mál að ræða. Þurfi að leggja aðra í hættu Fyrr í dag birti Jón Steinar færslu á Facebook, sem ber yfirskriftina „Lagaleg sjónarmið um rétt íbúa í Grindavík til að fara til heimila sinna þrátt fyrir bann stjórnvalda“. Þar tekur Jón Steinar til þrjú atriði, máli sínu til stuðnings. Færsluna birti hann í tilefni málsins sem nú er í undirbúningi. Hann segir óheimilt að meina mönnum að fara til heimila sinna nema að lágmarki sé sýnt fram á að öðrum mönnum stafi hætta af för þeirra þangað. Jón Steinar segir stjórnvöld sjálf líklega ekki tefla þeim rökum fram að öðrum en Grindvíkingum stafi hætta af heimför þeirra. „Þannig eru ákvæðin í 3. mgr 71. gr. stjórnarskrár um að takmarka megi friðhelgi heimilis klárlega bundin við að ógnað sé réttindum annarra. Stjórnvöldin virðast einungis styðja bann sitt við þörf á að vernda eigendur húsa í Grindavík fyrir sjálfum sér. Til þess hafa þau ekki heimild ef á annað borð verður talið, eins og hér á landi, að borgarar búi almennt við persónulegt frelsi. Ákvæði 23. og 24. gr laga um almannavarnir, sem stjórnvöld sjálfsagt vísa til, hljóta því að víkja fyrir þessum ákvæðum stjórnarskrár,“ skrifar Jón Steinar. Persónulegt frelsi íbúa heimili þeim meðal annars að stofna sjálfum sé í hættu, ef hætta er á annað borð á ferðum. Sönnunarbyrðin hjá stjórnvöldum Þá segir Jón Steinar engar forsendur til að telja að húseigendum eða fjölskyldum þeirra stafi sjálfum hætta af því að fara heim. „Sönnunarbyrði um þetta hlýtur að hvíla á stjórnvöldunum sem byggja bann sitt á þessu. Sé svona hætta talin vera fyrir hendi hlýtur hún líka að teljast smávægileg og getur hreint ekki talist nægileg til að standa framar rétti eigendanna til nýtingar á eignum sínum,“ skrifar Jón Steinar. Ekki bannað að leggja sjálfan sig í hættu Loks segir Jón Steinar að þótt talið yrði að eigendur stofnuðu lífi sínu í verulega hættu með því að fara heim, hafi stjórnvöld þrátt fyrir það ekki heimild til að banna þeim það. Engin almenn regla banni mönnum að stofna lífi sínu í hættu, og það geri menn iðulega án afskipta stjórnvalda. Jón Steinar tekur ýmsar íþróttir sem dæmi, máli sínu til stuðnings „Fjallgöngur við hættulegar aðstæður, langsund í köldum sjó, flug úr mikilli hæð með tilbúnum vængjabúnaði [og margt fleira],“ skrifar Jón Steinar.
Grindavík Lögmennska Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira