Líf færist í skíðabrekkur landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 09:20 Skíðasvæðin í Bláfjöllum opna klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir. Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á Facebook síðu Bláfjalla kemur fram að byrjað verði á að opna Drottingarbraut og byrjendasvæðið. Þá verður göngubraut lögð út á horn, kringum hólinn og um Leirurnar. Opið verður frá klukkan 14 til 21. Lokað verður í Bláfjöllum 23, 24. og 25. desember en opið 26.-30.desember. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár, líkt og Vísir fjallaði um fyrir skömmu. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt sjálfvirkt snjóframleiðslukerfi. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Framleiddur snjór í Hlíðarfjalli Í dag er einnig stefnt að opnun í Hlíðarfjalli. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn þar sem snjó skortir á efra og neðra svæði. Sá snjór sem er í brekkunum er nánast eingöngu framleiddur. „Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag“, segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls. Gestum er bent á að utanbrautaskíðun sé gríðarlega varasöm, þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir.
Skíðasvæði Reykjavík Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira