Aðstæður eins og í Austurríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:22 Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla er kátur í dag. Skíðasvæðið verður opnað í fyrsta sinn í vetur. Vísir/arnar Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag. Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag.
Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira