Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 14:36 Rúmlega níutíu manns féllu í tveimur loftárásum Ísraela á Gasaströndinni í gær. Í einni þeirra féllu 76 manns úr sömu fjölskyldunni. AP/Adel Hana Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. Sameinuðu þjóðirnar segja að einungis tíu prósent af þeim neyðarbirgðum sem nauðsynlegar eru hafi borist. Samkvæmt Reuters segja Ísraelar að 5.405 flutningabílum með matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar hafi verið hleypt inn á Gasaströndina frá því innrás ísraelska hersins hófst. Harðir bardagar geisa á norðurhluta Gasastrandarinnar og þá sérstaklega í Jabalya, þar sem Hamas-liðar segjast hafa grandað fimm ísraelskum skriðdrekum og fellt eða sært áhafnir þeirra. Ísraelar segjast aftur á móti nærri því að ná fullum yfirráðum á svæðinu og að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir á suðurhlutanum sé í undirbúningi. Hundruð þúsunda af um 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið til suðurs en sitja þar föst. Palestínskur maður syrgir fjölskyldumeðlim sinn eftir loftárás í Khan Younis.AP/Mohammed Dahman AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsveitum og starfsmönnum sjúkrahúsa á Gasa að rúmlega níutíu manns hafi fallið í árásum Ísraela á tvö íbúðarhús í Gasaborg í norðurhlutanum í gær. Þar af eru 76 manns úr sömu fjölskyldunni en árásirnar eru einhverjar þær mannskæðustu frá því innrás Ísraela hófst. Meðal þeirra sem féllu í árásunum var Issam al-Mughrabi, sem hefur lengi starfað fyrri Sameinuðu þjóðirnar á Gasaströndinni, eiginkona hans og fimm börn þeirra. Í heildina hafa rúmlega tuttugu þúsund manns fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýrir. 53 þúsund eru sögð hafa særst í árásunum. Nærri því 85 prósent íbúa hafa þurft að flýja heimili sín og rúm hálf milljón manna svelta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og öðrum samtökum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja að einungis tíu prósent af þeim neyðarbirgðum sem nauðsynlegar eru hafi borist. Samkvæmt Reuters segja Ísraelar að 5.405 flutningabílum með matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar hafi verið hleypt inn á Gasaströndina frá því innrás ísraelska hersins hófst. Harðir bardagar geisa á norðurhluta Gasastrandarinnar og þá sérstaklega í Jabalya, þar sem Hamas-liðar segjast hafa grandað fimm ísraelskum skriðdrekum og fellt eða sært áhafnir þeirra. Ísraelar segjast aftur á móti nærri því að ná fullum yfirráðum á svæðinu og að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir á suðurhlutanum sé í undirbúningi. Hundruð þúsunda af um 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið til suðurs en sitja þar föst. Palestínskur maður syrgir fjölskyldumeðlim sinn eftir loftárás í Khan Younis.AP/Mohammed Dahman AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsveitum og starfsmönnum sjúkrahúsa á Gasa að rúmlega níutíu manns hafi fallið í árásum Ísraela á tvö íbúðarhús í Gasaborg í norðurhlutanum í gær. Þar af eru 76 manns úr sömu fjölskyldunni en árásirnar eru einhverjar þær mannskæðustu frá því innrás Ísraela hófst. Meðal þeirra sem féllu í árásunum var Issam al-Mughrabi, sem hefur lengi starfað fyrri Sameinuðu þjóðirnar á Gasaströndinni, eiginkona hans og fimm börn þeirra. Í heildina hafa rúmlega tuttugu þúsund manns fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýrir. 53 þúsund eru sögð hafa særst í árásunum. Nærri því 85 prósent íbúa hafa þurft að flýja heimili sín og rúm hálf milljón manna svelta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og öðrum samtökum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57
Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13