Veður

Um 24 stiga frost á Sauð­ár­króki í dag

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kuldinn var mikill á Sauðárkróki í dag.
Kuldinn var mikill á Sauðárkróki í dag. vísir/vilhelm

23,9 stiga frost mældist við flugvöllinn á Sauðárkróki í dag, sem er með mesta frosti sem mælst hefur í ár. Mestur var hitinn 3,8 gráður við Steina á Suðurlandi. 

Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að fljótt á litið sé frostið á Sauðárkróki með því mesta í vetur. 24 stiga frost mældist við Svartárkot 8. desember og í Möðrudal mældist um 23 stiga frost 5. desember.

„Þannig þetta er með því lægsta í mánuðinum, en ekki á árinu. Fólk gleymir þessum mikla kulda sem var síðasta vetur,“ segir Haraldur. 

Slíkur kuldi verður helst þegar léttskýað er og stillt, segir Haraldur. „Það er kalt á morgun, aðfangadag, en ekki svona kuldi því það á að blása með því. En það getur orðið svona kuldi einhvers staðar milli jóla og nýárs í hægum vindi. Það er allavega útlit fyrir kalda daga, helst í innsveitunum,“ segir Haraldur.

Af vef Veðurstofunnar.

Á morgun er sömuleiðis útlit fyrir norðan hríð á vestanverðu landinu og hafa nokkrar viðvaranir hafa verið gefnar út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×