Osimhen þykir ein heitasta varan á leikmannamarkaðinum og hefur verið orðaður við hvert stórliðið á fætur öðru undanfarin ár. Hann varð markahrókur ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, með 26 mörk í 32 leikjum, þegar Napoli lyfti loks Scudetto bikarnum eftir 33 ára bið eftir deildarmeistaratitli.
Victor & Napoli together until 2026 💙 pic.twitter.com/Gs0WVckkBw
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) December 23, 2023
Eins og áður segir hefur Osimhen lengi verið orðaður við brottför frá Napoli og mörg félög hafa boðið í leikmanninn. Hann hefur haldið kyrru fyrir en það ýtti mikið undir orðrómanna þegar ágreiningur milli Osimhen og Napoli kom upp í haust vegna TikTok færslu félagsins þar sem gert var grín að leikmanninum.
Sjálfur hefur hann áður sagst vilja spila á Englandi, en framtíð hans virðist liggja á Ítalíu næstu árin að minnsta kosti.