Innlent

Ó­fært víða á Vest­fjörðum en unnið að mokstri

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Snjóþekja er víða á vegum landsins. Þessi mynd er tekin í dag á Ólafsfirði. 
Snjóþekja er víða á vegum landsins. Þessi mynd er tekin í dag á Ólafsfirði.  vísir

Vegir eru vegir víða ófærir á Vestfjörðum en unnið er að mokstri í dag. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi en víða snjóþekja eða hálka á öðrum leiðum.

Óvissustigi var aflýst í morgun klukkan níu á Flateyrarvegi. Samkvæmt upplýsingum vegagerðarinnar er flughálka á Innstrandarvegi en ófært er um ennisháls 

Á Norðurlandi er snjóþekja eða hálka á helstu leiðum en þæfingur á Þverárfjalli, Sauðárkróksbraut og Siglufjarðarvegi. Þungfært eða þæfingur er á nokkrum útvegum. Unnið er að hreinsun á öllum helstu vegum. Siglufjarðarvegur er lokaður en verið að vinna að opnun.

Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka og skfrenningur eða éljagangur er á flestum leiðum með snjókomu eða éljagangi. Þæfingur er á Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði en unnið er að mokstri á öllum helstu leiðum. Ófært er á Dettifossvegi.

Nánari upplýsingar má finna á umferdin.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×