Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögregluumdæmisins. Þar kemur fram að slysið hafi átt sér stað 15. október 2022 í Reykjanesbæ þegar ekið var á mann á rafhlaupahjóli á gatnamótum Norðurtúns og Skólavegar.
Lögregla hafi ekki verið kölluð til vegna slyssins á sínum tíma, og því skorti hana upplýsingar um málið.
„Ef einhver kannast við þetta þá endilega hafið samband við okkur annaðhvort með símtali eða tölvupósti.“