Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að loftárás Úkraínumanna hafi beinst að hafnarbænum Feodosja á Krímskaga, sem Rússar hertóku árið 2014. Talsmenn rússneska varnarmálaráðuneytisins segi skipið, sem ber heitið Novotjerkassk, hafa orðið fyrir fjarstýrðri eldflaug með nokkru tjóni. Einn hafi fallið í árásinni.
Yfirmaður úkraínska flughersins hafði áður sagt að flugvélarárás hefði grandað skipinu algjörlega.
Sex byggingar í bænum skemmdust í árásinni og flytja þurfti nokkra íbúa þeirra til annarra híbýla vegna árásarinnar.
Starfsemi hafnarinnar í Feodosja er nú sögð fara fram með eðlilegum hætti að nýju, þrátt fyrir að loka hafi þurft af hluta hennar til að ráða niðurlögum elds sem kom upp eftir árásina.