Innlent

Hádegisfréttir á Bylgjunni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. vísir

Ökumenn á vetrarbúnum bílum fá einir að fara yfir Hellisheiðina vegna ófærðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og akstursskilyrði erfið.

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri París í nótt eftir að lík fjögurra barna hans og móður þeirra fundust í íbúð skömmu frá höfuðborginni í gær. Lögreglan í Frakklandi rannsakar málið sem morð.

Erill var hjá lögreglunni á jóladagsnótt. Sjö voru vistaðir í fangaklefa, ýmist fyrir slagsmál, innbrot eða vímuefnaaksturs.

Þá förum við yfir stöðuna á Gasa, heyrum í áhyggjufullum formanni Bændasamtakanna og förum yfir dagskrána í enska boltanum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×