Til umræðu voru meðal annar stjórnun svæðisins og öryggismál.
Mennirnir tveir ræddu einnig aðgerðir til að freista þess að frelsa þá gísla sem eru enn í haldi Hamas og nýjan fasa átakanna, þar sem áhersla yrði lögð á að hafa hendur í hári háttsettra leiðtoga Hamas.
Netanyahu sagði fyrr í vikunni að ekkert lát yrði á átökunum fyrr en Hamas-samtökunum hefði verið tortímt.
Sex létust í aðgerðum Ísraelsmanna í flóttamannabúðum á Vesturbakknum í morgun, að sögn heilbrigðisráðuneytis Palestínu. Að sögn ráðuneytisins hafa um 300 Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum á Vesturbakkanum frá því að Ísraelsmenn hófu árásir á Gasa.
Guardian hefur birt umfjöllun um leynilegar vopnageymslur Bandaríkjamanna í Ísrael en Ísraelsmenn eru sagðir hafa fengið vopn úr umræddum geymslum til notkunar á Gasa.