Síðan þá hefur sælgætisframleiðandinn reglulega fengið fyrirspurnir um þessar ávaxtakaramellur, hjúpaðar ljúffengu rjómasúkkulaði, og nú koma þær aftur á markað í takmarkaðan tíma.
„Sprengjurnar eru ein af þessum vörum sem voru mjög vinsælar á sínum tíma og neytendur hafa reglulega beðið um að fá aftur,“ segir Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus. „Það er gaman að geta loks orðið við þeim óskum og sérstaklega viðeigandi að gera það í kringum áramót, svona í ljósi nafns vörunnar,“ segir Helga og bætir við að varan sé auðvitað fullkomin til að njóta yfir áramótaskaupinu.
Eins og allt annað súkkulaði frá Nóa Síríus er súkkulaðið í Sprengjunum vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar.