Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 15:29 Andres Magnússon segir stafræna þróun hafa breytt miklu fyrir neytendur. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. „Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. Jól Neytendur Verslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi.
Jól Neytendur Verslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira