„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2023 20:28 Naji Asar, segir tímann vera á þrotum. Íslensk stjórnvöld verði að ná til fjölskyldu sinnar á Gasa áður en það verður um seinan. Vísir/Sigurjón Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. Hver og einn Palestínumannanna sem hafa komið sér fyrir á Austurvelli eiga fjölskyldumeðlimi sem eru fastir inn á Gasa en þrátt fyrir að fólkið þeirra hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar gerist ekki ýkja mikið. Tíminn líður og tala látinna hækkar. Palestínumennirnir sem hafa tjaldað fyrir framan Alþingi biðla til stjórnvalda um að gera meira til að koma fjölskyldum sínum út úr Gasa og í öruggt skjól.Vísir/Sigurjón Tíminn á þrotum fyrir fólkið á Gasa Naji Asar, sem flúði Gasa fyrir fimm árum, er dauðhræddur um fjölskyldu sína. Hann flúði ásamt föður sínum og þremur litlum frændum sínum sem í dag eru sex, tíu og fjórtán ára. Naji segist hafa talað við allar hlutaðeigandi stofnanir en engin skýr svör fáist. „Allir vita hvernig ástandið er þarna. Við getum misst einhvern okkar á hverri mínútu sem líður,“ segir Naji og gefur fréttamanni dæmi. „Fyrir tveimur dögum var hús frænda míns sprengt. Við misstum þrjú börn og fjögur börn eru á sjúkrahúsi. Við misstum tvær mæður og öll fjölskyldan mín sefur í tjöldum á götum Rafah. Þar er engan mat að fá. Þar er ekkert hreint vatn, ekkert rafmagn og engin lyf. Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman.“ Á erfitt með svefn og nærist illa Tjöldin séu táknræn fyrir þau tjöld sem fjölskyldur þeirra dvelja í á götum Gasa. Hópurinn á Austurvelli ætlar að mótmæla eins lengi og þarf til að fá stjórnvöld til að beita sér með þýðingarmeiri hætti. Naji segist eiga afar erfitt með svefn og koma litlu sem engu niður vegna kvíða og áhyggna af fjölskyldu sinni á Gasa. Hann vísar til þess þegar íslensk stjórnvöld sóttu 120 Íslendinga til Ísrael í kjölfar árása Hamas og spyr hvers vegna ekki sé hægt að gera eitthvað sambærilegt fyrir fjölskyldu sína sem sé í sárri neyð. Forgangsmál að koma fólkinu frá Gasa Lukka Sigurðardóttir, móðir og myndlistarkona, sem er fólkinu frá Palestínu til halds og trausts segir allra mikilvægasta í stöðunni að koma fólkinu frá Gasa. „Þau hafa bara fengið þau svör að landamærin séu lokuð og ekkert sem hægt sé að gera í því. En það er bara ekki rétt, þau eru alls ekki lokuð. Það er vel hægt að koma þeim út úr Gasa og síðan má koma þeim til Íslands en það þarf að koma þeim út úr Gasa strax,“ segir Lukka. Fréttastofa hefur fengið þau svör frá félagsmálaráðuneytinu að Alþjóðafólksflutningastofnunin væri meðvituð um dvalarleyfi rúmlega hundrað einstaklinga á grundvelli fjölskyldusameiningar sem séu enn fastir á Gasa. Ekki sé hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Egyptaland Utanríkismál Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27. desember 2023 13:35 Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. 21. desember 2023 23:30 Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. 20. desember 2023 15:54 „Mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa“ Palestínskur faðir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu vill að meira sér gert til að koma fjölskyldu hans frá Gasa. Hann á fjögur börn og eiginkonu þar. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið í forgangi frá því í október sem þýðir að það fara fram fyrir aðra í röðinni. 18. desember 2023 14:26 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Hver og einn Palestínumannanna sem hafa komið sér fyrir á Austurvelli eiga fjölskyldumeðlimi sem eru fastir inn á Gasa en þrátt fyrir að fólkið þeirra hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar gerist ekki ýkja mikið. Tíminn líður og tala látinna hækkar. Palestínumennirnir sem hafa tjaldað fyrir framan Alþingi biðla til stjórnvalda um að gera meira til að koma fjölskyldum sínum út úr Gasa og í öruggt skjól.Vísir/Sigurjón Tíminn á þrotum fyrir fólkið á Gasa Naji Asar, sem flúði Gasa fyrir fimm árum, er dauðhræddur um fjölskyldu sína. Hann flúði ásamt föður sínum og þremur litlum frændum sínum sem í dag eru sex, tíu og fjórtán ára. Naji segist hafa talað við allar hlutaðeigandi stofnanir en engin skýr svör fáist. „Allir vita hvernig ástandið er þarna. Við getum misst einhvern okkar á hverri mínútu sem líður,“ segir Naji og gefur fréttamanni dæmi. „Fyrir tveimur dögum var hús frænda míns sprengt. Við misstum þrjú börn og fjögur börn eru á sjúkrahúsi. Við misstum tvær mæður og öll fjölskyldan mín sefur í tjöldum á götum Rafah. Þar er engan mat að fá. Þar er ekkert hreint vatn, ekkert rafmagn og engin lyf. Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman.“ Á erfitt með svefn og nærist illa Tjöldin séu táknræn fyrir þau tjöld sem fjölskyldur þeirra dvelja í á götum Gasa. Hópurinn á Austurvelli ætlar að mótmæla eins lengi og þarf til að fá stjórnvöld til að beita sér með þýðingarmeiri hætti. Naji segist eiga afar erfitt með svefn og koma litlu sem engu niður vegna kvíða og áhyggna af fjölskyldu sinni á Gasa. Hann vísar til þess þegar íslensk stjórnvöld sóttu 120 Íslendinga til Ísrael í kjölfar árása Hamas og spyr hvers vegna ekki sé hægt að gera eitthvað sambærilegt fyrir fjölskyldu sína sem sé í sárri neyð. Forgangsmál að koma fólkinu frá Gasa Lukka Sigurðardóttir, móðir og myndlistarkona, sem er fólkinu frá Palestínu til halds og trausts segir allra mikilvægasta í stöðunni að koma fólkinu frá Gasa. „Þau hafa bara fengið þau svör að landamærin séu lokuð og ekkert sem hægt sé að gera í því. En það er bara ekki rétt, þau eru alls ekki lokuð. Það er vel hægt að koma þeim út úr Gasa og síðan má koma þeim til Íslands en það þarf að koma þeim út úr Gasa strax,“ segir Lukka. Fréttastofa hefur fengið þau svör frá félagsmálaráðuneytinu að Alþjóðafólksflutningastofnunin væri meðvituð um dvalarleyfi rúmlega hundrað einstaklinga á grundvelli fjölskyldusameiningar sem séu enn fastir á Gasa. Ekki sé hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Egyptaland Utanríkismál Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27. desember 2023 13:35 Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. 21. desember 2023 23:30 Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. 20. desember 2023 15:54 „Mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa“ Palestínskur faðir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu vill að meira sér gert til að koma fjölskyldu hans frá Gasa. Hann á fjögur börn og eiginkonu þar. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið í forgangi frá því í október sem þýðir að það fara fram fyrir aðra í röðinni. 18. desember 2023 14:26 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27. desember 2023 13:35
Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. 21. desember 2023 23:30
Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. 20. desember 2023 15:54
„Mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa“ Palestínskur faðir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu vill að meira sér gert til að koma fjölskyldu hans frá Gasa. Hann á fjögur börn og eiginkonu þar. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið í forgangi frá því í október sem þýðir að það fara fram fyrir aðra í röðinni. 18. desember 2023 14:26