Ósáttur við skipulag í Bláfjöllum: „Þetta er ekki fólki bjóðandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 23:14 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Bláfjöll í dag. Langar raðir mynduðust í kjölfarið. Vísir Sigurður Ásgeir Ólafsson skíðaiðkandi segir farir sínar ekki sléttar af misheppnaðri Bláfjallaferð sinni í dag. Hann segir skipulagsleysi og troðning sem myndaðist á svæðinu ekki fólki bjóðandi. Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira