Erlent

Síðasta vopnasendingin í bili sam­þykkt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskur hermaður skýtur í átt að víglínunni.
Úkraínskur hermaður skýtur í átt að víglínunni. Vitalii Nosach/Getty Images

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara.

Um er að ræða tæki til loftvarna, sprengjukúlur og önnur skotfæri auk vopna sem ætluð eru til að granda skriðdrekum. Þetta er síðasta hernaðaraðstoðin sem Úkraínu stendur til boða frá Bandaríkjamönnum nema Bandaríkjaþing samþykki meiri fjárútlát.

Mikið hefur verið deilt um slíkt í þinginu síðustu vikurnar og lítið útlit fyrir að fari að rætast úr. Úkraínumenn biðla sífellt til þingmanna í Bandaríkjunum að halda aðstoðinni áfram, að öðrum kosti sé sigur Úkraínu gegn Rússum í mikilli hættu auk þess sem úkraínska þjóðarskútan gæti fljótt farið á hliðina.

Úkraínumenn njóta mikils stuðnings í þingliði Bandaríkjamanna en nokkrir þingmenn Repúblikana hafa krafist þess að frekari fjárútlát verði ekki samþykkt nema peningar verði einnig settir í aukna landamæravörslu við Mexíkó.


Tengdar fréttir

Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð

Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil.

Or­ban stöðvar 50 milljarða evru hjálpar­pakka ESB til Úkraínu

Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×