Keflavíkurflugvöllur umbreytist á nýju ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2023 10:54 Aldrei munu eins margir ferðamenn fara um Keflavíkurflugvöll eins og á næsta ári ef farþegaspár Isavia munu rætast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia segir næsta ár verða stærsta ferðamannaár sögunnar en farþegaspár gera ráð fyrir því að metfjöldi erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Hann segir tíðni flugferða til og frá landinu munu aukast og tækifærin á tengimarkaði aldrei fleiri. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að stækka Keflavíkurflugvöll á sínum tíma. Áður hefur komið fram að spáð verði 8,5 milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll og að 2,4 milljónir erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Sífellt fleiri áfangastaðir „Sem er þá stærsta ferðamannaárið í sögunni. Það voru 2,3 milljónir ferðamanna sem komu hingað 2018. Þannig að Ísland er bara að halda áfram að vaxa sem áfangastaður,“ segir Guðmundur. Eru fleiri flugfélög að skoða Ísland sem áfangastað? Ný að bætast við? „Já. Fyrst og fremst er framboðsaukningin í íslensku flugfélögunum, sem eru að bæta við. Icelandair er að bæta við þremur áfangastöðum í Norður-Ameríku til dæmis. En við erum líka að fá inn til dæmis West Jet frá Calgary. West Jet hefur ekki flogið til Íslands áður og Calgary hefur ekki verið borg áður sem er flogið til, sem er ein stærsta borg Kanada.“ Guðmundur tekur annað dæmi um bandaríska flugfélagið United sem byrjar aftur að fljúga til New York frá Keflavík á nýju ári. Félagið hætti því fyrir faraldur. „Við erum að sjá aðallega aukningu á tíðni á næsta ári. Það eru fá ný flugfélög en mjög mörg flugfélög eru að bæta við. Voru kannski að fara þrisvar, fjórum sinnum, eru að fara upp í vikulegt, jafnvel tvisvar á dag og það er þróun sem er mjög jákvæð fyrir flugvöllinn. Þannig að við teljum okkur núna vera komin með þann grunn sem við þurfum.“ Fríhöfnin stækkar í febrúar og flugvöllurinn í haust Guðmundur segir að það hafi reynst hárrétt ákvörðun að stækka flugvöllinn þegar sú ákvörðun var tekin í heimsfaraldrinum. Nýr töskumótttökusalur sem hafi opnað sé algjör umbylting á vellinum. „Það er fyrsti áfanginn af þessari framkvæmd. Fríhöfnin er núna að stækka í febrúar og svo eftir sumarið kemur í rauninni önnur og þriðja hæðin í notkun á þessari sömu byggingu og þar verða fjórir landgangar og ný verslunar-og veitingatækifæri og setusvæði.“ Þannig sé Isavia betur í stakk búið til að taka á móti farþegum á vellinum en til dæmis árið 2017 og 2018 sem hafi verið stór ár í komu ferðamanna. „Þetta líka sýnir að þær ákvarðanir að fara af stað með stækkun flugvallarins í faraldrinum, hún var rétt og nú þegar þessi tuttugu þúsund fermetra bygging er að klárast í september, október, þá er gríðarlega mikilvægt að félagið hafi þá burði til að halda áfram að framkvæma, vegna þess að við vitum að við erum ennþá örlítið eftir á í framkvæmdum.“ Fjöldinn dreifist yfir daginn Guðmundur segir ágætlega hafa gengið að fjölga starfsfólki á flugvellinum á sama tíma og hann stækki. Það hafi verið til happs að álagið dreifist í auknu mæli yfir daginn. „Ekki bara hjá Isavia heldur hjá öllum, að umferðin um daginn er að dreifast miklu betur. Það eru að verða til fleiri tengibankar hjá til dæmis Icelandair, erlendu flugfélögin koma utan háannatíma,“ segir Guðmundur. „Þannig að við erum líka að ná að nýta starfsfólkið yfir lengra tímabil yfir daginn. Það eykur auðvitað álag og við þurfum að breyta vaktakerfum og skoða það. Þannig að við erum líka að fá aukna hagræðingu í því hvernig fjöldinn dreifist yfir daginn.“ Þá segir Guðmundur að ferðamenn dreifist í auknum mæli yfir árið. Ísland sé hægt og bítandi að verða heilsársáfangastaður. Mikil fjölgun og tækifæri í Asíu Guðmundur segir að eftir fimm ár horfi Isavia til þess að á milli 11 til 12,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á hverju ári. Isavia spái því að dreifing ferðamanna verði betri yfir landið og að vöxturinn verði eðlilegur. „Að áfangastaðir eru að vaxa 3-5 prósent. Það er eðlilegur og náttúrulegur vöxtur. Við teljum að íslensk ferðaþjónusta sé hægt og bítandi að fara þangað, hvort það verði akkúrat í ár sem það byrjar eða á næstu árum,“ segir Guðmundur. „Svo eru bara tækifæri á tengimarkaðnum áfram. Yfir Norður-Atlantshafið, við teljum að það séu gríðarleg tækifæri í Asíu líka.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að stækka Keflavíkurflugvöll á sínum tíma. Áður hefur komið fram að spáð verði 8,5 milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll og að 2,4 milljónir erlendra ferðamanna fari um flugvöllinn. Sífellt fleiri áfangastaðir „Sem er þá stærsta ferðamannaárið í sögunni. Það voru 2,3 milljónir ferðamanna sem komu hingað 2018. Þannig að Ísland er bara að halda áfram að vaxa sem áfangastaður,“ segir Guðmundur. Eru fleiri flugfélög að skoða Ísland sem áfangastað? Ný að bætast við? „Já. Fyrst og fremst er framboðsaukningin í íslensku flugfélögunum, sem eru að bæta við. Icelandair er að bæta við þremur áfangastöðum í Norður-Ameríku til dæmis. En við erum líka að fá inn til dæmis West Jet frá Calgary. West Jet hefur ekki flogið til Íslands áður og Calgary hefur ekki verið borg áður sem er flogið til, sem er ein stærsta borg Kanada.“ Guðmundur tekur annað dæmi um bandaríska flugfélagið United sem byrjar aftur að fljúga til New York frá Keflavík á nýju ári. Félagið hætti því fyrir faraldur. „Við erum að sjá aðallega aukningu á tíðni á næsta ári. Það eru fá ný flugfélög en mjög mörg flugfélög eru að bæta við. Voru kannski að fara þrisvar, fjórum sinnum, eru að fara upp í vikulegt, jafnvel tvisvar á dag og það er þróun sem er mjög jákvæð fyrir flugvöllinn. Þannig að við teljum okkur núna vera komin með þann grunn sem við þurfum.“ Fríhöfnin stækkar í febrúar og flugvöllurinn í haust Guðmundur segir að það hafi reynst hárrétt ákvörðun að stækka flugvöllinn þegar sú ákvörðun var tekin í heimsfaraldrinum. Nýr töskumótttökusalur sem hafi opnað sé algjör umbylting á vellinum. „Það er fyrsti áfanginn af þessari framkvæmd. Fríhöfnin er núna að stækka í febrúar og svo eftir sumarið kemur í rauninni önnur og þriðja hæðin í notkun á þessari sömu byggingu og þar verða fjórir landgangar og ný verslunar-og veitingatækifæri og setusvæði.“ Þannig sé Isavia betur í stakk búið til að taka á móti farþegum á vellinum en til dæmis árið 2017 og 2018 sem hafi verið stór ár í komu ferðamanna. „Þetta líka sýnir að þær ákvarðanir að fara af stað með stækkun flugvallarins í faraldrinum, hún var rétt og nú þegar þessi tuttugu þúsund fermetra bygging er að klárast í september, október, þá er gríðarlega mikilvægt að félagið hafi þá burði til að halda áfram að framkvæma, vegna þess að við vitum að við erum ennþá örlítið eftir á í framkvæmdum.“ Fjöldinn dreifist yfir daginn Guðmundur segir ágætlega hafa gengið að fjölga starfsfólki á flugvellinum á sama tíma og hann stækki. Það hafi verið til happs að álagið dreifist í auknu mæli yfir daginn. „Ekki bara hjá Isavia heldur hjá öllum, að umferðin um daginn er að dreifast miklu betur. Það eru að verða til fleiri tengibankar hjá til dæmis Icelandair, erlendu flugfélögin koma utan háannatíma,“ segir Guðmundur. „Þannig að við erum líka að ná að nýta starfsfólkið yfir lengra tímabil yfir daginn. Það eykur auðvitað álag og við þurfum að breyta vaktakerfum og skoða það. Þannig að við erum líka að fá aukna hagræðingu í því hvernig fjöldinn dreifist yfir daginn.“ Þá segir Guðmundur að ferðamenn dreifist í auknum mæli yfir árið. Ísland sé hægt og bítandi að verða heilsársáfangastaður. Mikil fjölgun og tækifæri í Asíu Guðmundur segir að eftir fimm ár horfi Isavia til þess að á milli 11 til 12,5 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á hverju ári. Isavia spái því að dreifing ferðamanna verði betri yfir landið og að vöxturinn verði eðlilegur. „Að áfangastaðir eru að vaxa 3-5 prósent. Það er eðlilegur og náttúrulegur vöxtur. Við teljum að íslensk ferðaþjónusta sé hægt og bítandi að fara þangað, hvort það verði akkúrat í ár sem það byrjar eða á næstu árum,“ segir Guðmundur. „Svo eru bara tækifæri á tengimarkaðnum áfram. Yfir Norður-Atlantshafið, við teljum að það séu gríðarleg tækifæri í Asíu líka.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira