Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters. Xiaomi er flestum kunnugt hér á landi fyrir framleiðslu þeirra á rafhlaupahjólum og snjallryksugum.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Lei Jun, svipti hulunni af hinum nýja bíl sem ber heitið SU7. Nafnið er einfaldlega dregið af ensku orðunum „Speed Ultra.“
Nefndi framkvæmdastjórinn sérstaklega að bíllinn væri hraðskreiðari en helstu keppinautarnir, Tesla og Porsche. Fyrirtækið býst við því að bíllinn verði kominn á markað í Kína innan örfárra mánaða.
Le Jun segir fyrirtækið hafa háleit markmið. Á næstu fimmtán til tuttugu árum ætli fyrirtækið að vera eitt það stærsta í heimi á bílamarkaðnum.
The range is impressive, even in the winter. #XiaomiSU7 pic.twitter.com/usoUmoDzC9
— Lei Jun (@leijun) December 28, 2023