Tilbúin að verða formaður flokksins Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2023 10:00 Þórdís Kolbrún telur að fólk sem er ekki með þykkan skráp eigi erfitt með að endast lengi í stjórnmálum. Vísir/Vilhelm „Ég held ég sé nú bara mjög venjuleg stelpa af Skaganum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, spurð um hver hún sé. Hún segist tilbúin í að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og vonast til að flokksfólk treysti henni til þess að sinna því hlutverki. „Ég vona að flokksmenn treysti mér í það, mig langar það, ég treysti mér í það og ég er tilbúin. Ég mun bjóða fram krafta mína og ég mun leggja á borð það erindi sem ég hef og tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa inn í framtíðina á Íslandi.“ segir Þórdís í jólaviðtali Bylgjunnar um formannssæti Sjálfstæðisflokksins. „En svo er það auðvitað undir flokksfólki komið hvort það verði sammála mér í því. Það verður bara að koma í ljós, en ég vona það,“ bætir hún við. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Í haust skiptust hann og Þórdís á embættum. Hann tók við utanríkisráðuneytinu og hún við fjármálaráðuneytinu. Aðspurð um hvort hún myndi fara í framboð á móti Bjarna segir hún: „Við tökum bara einn landsfund fyrir í einu og það verður bara að koma í ljós hvernig málum vindur fram.“ Hún bætir við að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar þangað til næsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram. Þórdís og Bjarni höfðu ráðherrastólaskipti í haust. Aðspurð um hvort hún myndi fara í formannsslag við Bjarna segir Þórdís framtíðina verða að leiða það í ljós.Vísir/Vilhelm „Við erum flokkur með margt gott fólk og sterka einstaklinga sem eru með skýra sýn og taka pláss og vilja ná meiri árangri fyrir Ísland og fyrir flokkinn. Það á svo margt eftir að gerast þar til flokksfólk stendur frammi fyrir því að velja næsta formann, hvenær sem það verður. Ég hef verið varaformaður í bráðum sex ár og ég er tilbúin og ég mun leggja það á borðið en svo er það undir flokksfólki komið.“ Stjórnmál ekki vettvangur til vinsælda Aðspurð um hvort farsæll stjórnmálaferill sé mögulegur fyrir fólk sem sé ekki með þykkan skráp svarar Þórdís neitandi. „Ég held ekki. Ég held að það sé ekki hægt. Þá held ég að þú verðir örugglega ekki mjög lengi í stjórnmálum, eða svolítið niðurbrotinn. Þá getur þú ekki verið eins góð útgáfa af sjálfum þér. En þetta kemur með tímanum. Þú venst alls konar, en þegar það gerist í fyrsta skipti þá er það erfitt.“ Þórdís Kolbrún heldur ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2022.Vísir/Vilhelm Í upphafi mánaðar var greint frá því að samkvæmt könnun Maskínu væru allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar með meira vantraust en traust. „Auðvitað langar mann að fólk, ekki bara rétt svo þoli mann, heldur kunni að meta störf manns. En ef maður væri að leita að viðurkenningu eða vinsældum þá eru stjórnmál mjög óheppileg,“ segir Þórdís um þá stöðu. „Það er svolítið erfitt að svara þessu því ég vil ekki hljóma eins og það skipti engu máli hvað fólki finnst. Ég gæti ekki sinnt mínum störfum nema með umboð frá fólki. Það vaknar maður með á hverjum morgni: Ég veit að það var ekki ég sem réð mig í vinnu heldur fólkið. Maður getur samt ekki verið of upptekinn af því eða vera reiður út í fólk fyrir að hafa efasemdir um stjórnmálamenn eða vera orðnir þreyttir á þessari ríkisstjórn. Það er bara eins og það er.“ Þá minnist Þórdís á að það sé sjaldgæft að ríkisstjórnir séu vinsælar í mjög langan tíma. Slíkt gerist helst í löndum sem Ísland vilji ekki bera sig saman við. Hún tekur einnig fram að stjórnmálafólk sé bara venjulegt fólk. „Við erum bara að reyna að gera okkar besta og gera eitthvað gagn. Þegar maður situr með leiðtogum frá stórveldum þá átta ég mig alveg á því hvaðan þau koma. Ég sé bara fólk. Svo fer ég bara að tala um hvernig gengur að ala upp börnin, og það bara gengur svona og svona.“ „Mjög erfiður tími“ Þordís Kolbrún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. „Almennt hef ég verið mjög heppinn, með flest, en auðvitað hefur ýmislegt komið upp á eins og hjá öllum,“ segir hún og minnist á tvo þætti í þeim efnum. Þórdís missti fyrrverandi kærasta sinn, sem lést í vinnuslysi á Grundartanga þegar þau voru ný hætt saman. „Það var mjög erfiður tími og flókinn,“ segir hún. „Þetta hefur auðvitað mótað mann á mjög ríkan hátt. Það er ekki alltaf spurning hvað kemur fyrir mann heldur hvernig maður vinnur úr því. Ég man til dæmis að það voru tilfinningar og upplifun hjá mér sem voru öskrandi ólógískar, og ég vissi alveg að þær voru ekki sannar, en þær voru samt þarna. Og ég þurfti að segja það upphátt.“ Hún var 23 ára gömul þegar hún varð fyrir umræddu áfalli. „Ég man að ég hugsaði: Ég er svo ung. Sama hvernig ég vinn úr þessu þá lofa ég sjálfri mér að gera það ekki þannig að ég verði bitur út lífið. Ég varð að finna leið til að vinna úr þessu þannig að ég yrði sterkari, en ekki reiðari. Þó það sé eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar í sorgarferli.“ „Mér fannst svo ósanngjarnt að svona góður maður fengi ekki að sjá fjölskylduna sína vaxa úr grasi, eða fá að heyra nýja lagið með uppáhalds hljómsveitinni sinni, eða fá að smakka jólabjórinn sem kom það árið. Þá snerist það um þessa litlu hluti, alveg eins og þessu stóru. Það hjálpar manni að hugsa að lífið er ekki sjálfsagt. Þú veist ekkert hvað það er langt, hvenær þú eða einhver í kringum þig er tekin úr leik.“ Dóttirin veiktist mjög ung Annað sem var Þórdísi erfitt var þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta rétt tæplega sex vikna gömul. „Hún var bara fimm kíló. Ástæðan fyrir því að kíghósti getur verið lífshættulegur svona ungum börnum er að þau kunna ekki að hósta, þau bara gefast upp.“ Dóttirin dvaldi á spítala í 42 daga. „Ég man að ég var með miða á fataskápnum á sjúkrastofunni þar sem ég krossaði á morgnanna yfir daginn sem var liðinn. Þetta var eins og afplánun, ég var feginn yfir hverjum degi sem leið.“ Þórdís segir að á spítalanum hafi dásamlegt starfsfólk tekið á móti henni. Þrátt fyrir það hafi henni fundist veikindin ósanngjörn. „Og svo setur maður hlutina í samhengi og ég hugsaði til dæmis: hvað ef ég ætti heima í landi þar sem ég væri ekkert endilega í stöðu til að vera með hana á sjúkrahúsi í fjörutíu daga. Það er ekkert alls staðar þannig. Og í sumum löndum þyrfti maður að eiga næga peninga til þess.“ Hún viðurkennir að á ákveðnum tímapunkti hafi hún haft verulegur áhyggjur af dóttur sinni, að veikindin myndu hafa varanleg áhrif á hana. „Mér leið eins og hún væri að skaðast varanlega og það væri ekki hægt að gera neitt í því, en læknarnir fullvissuðu mig um að það væri ekki þannig og að hún myndi ráða við þetta.“ Í jólaviðtali Bylgjunnar ræddi Þórdís einnig um æskuna á Akranesi, stjórnmálin, átök úti í heimi, líf opinberar persónu, og söluna Íslandsbanka. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bylgjan Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
„Ég vona að flokksmenn treysti mér í það, mig langar það, ég treysti mér í það og ég er tilbúin. Ég mun bjóða fram krafta mína og ég mun leggja á borð það erindi sem ég hef og tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa inn í framtíðina á Íslandi.“ segir Þórdís í jólaviðtali Bylgjunnar um formannssæti Sjálfstæðisflokksins. „En svo er það auðvitað undir flokksfólki komið hvort það verði sammála mér í því. Það verður bara að koma í ljós, en ég vona það,“ bætir hún við. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Í haust skiptust hann og Þórdís á embættum. Hann tók við utanríkisráðuneytinu og hún við fjármálaráðuneytinu. Aðspurð um hvort hún myndi fara í framboð á móti Bjarna segir hún: „Við tökum bara einn landsfund fyrir í einu og það verður bara að koma í ljós hvernig málum vindur fram.“ Hún bætir við að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar þangað til næsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram. Þórdís og Bjarni höfðu ráðherrastólaskipti í haust. Aðspurð um hvort hún myndi fara í formannsslag við Bjarna segir Þórdís framtíðina verða að leiða það í ljós.Vísir/Vilhelm „Við erum flokkur með margt gott fólk og sterka einstaklinga sem eru með skýra sýn og taka pláss og vilja ná meiri árangri fyrir Ísland og fyrir flokkinn. Það á svo margt eftir að gerast þar til flokksfólk stendur frammi fyrir því að velja næsta formann, hvenær sem það verður. Ég hef verið varaformaður í bráðum sex ár og ég er tilbúin og ég mun leggja það á borðið en svo er það undir flokksfólki komið.“ Stjórnmál ekki vettvangur til vinsælda Aðspurð um hvort farsæll stjórnmálaferill sé mögulegur fyrir fólk sem sé ekki með þykkan skráp svarar Þórdís neitandi. „Ég held ekki. Ég held að það sé ekki hægt. Þá held ég að þú verðir örugglega ekki mjög lengi í stjórnmálum, eða svolítið niðurbrotinn. Þá getur þú ekki verið eins góð útgáfa af sjálfum þér. En þetta kemur með tímanum. Þú venst alls konar, en þegar það gerist í fyrsta skipti þá er það erfitt.“ Þórdís Kolbrún heldur ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2022.Vísir/Vilhelm Í upphafi mánaðar var greint frá því að samkvæmt könnun Maskínu væru allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar með meira vantraust en traust. „Auðvitað langar mann að fólk, ekki bara rétt svo þoli mann, heldur kunni að meta störf manns. En ef maður væri að leita að viðurkenningu eða vinsældum þá eru stjórnmál mjög óheppileg,“ segir Þórdís um þá stöðu. „Það er svolítið erfitt að svara þessu því ég vil ekki hljóma eins og það skipti engu máli hvað fólki finnst. Ég gæti ekki sinnt mínum störfum nema með umboð frá fólki. Það vaknar maður með á hverjum morgni: Ég veit að það var ekki ég sem réð mig í vinnu heldur fólkið. Maður getur samt ekki verið of upptekinn af því eða vera reiður út í fólk fyrir að hafa efasemdir um stjórnmálamenn eða vera orðnir þreyttir á þessari ríkisstjórn. Það er bara eins og það er.“ Þá minnist Þórdís á að það sé sjaldgæft að ríkisstjórnir séu vinsælar í mjög langan tíma. Slíkt gerist helst í löndum sem Ísland vilji ekki bera sig saman við. Hún tekur einnig fram að stjórnmálafólk sé bara venjulegt fólk. „Við erum bara að reyna að gera okkar besta og gera eitthvað gagn. Þegar maður situr með leiðtogum frá stórveldum þá átta ég mig alveg á því hvaðan þau koma. Ég sé bara fólk. Svo fer ég bara að tala um hvernig gengur að ala upp börnin, og það bara gengur svona og svona.“ „Mjög erfiður tími“ Þordís Kolbrún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. „Almennt hef ég verið mjög heppinn, með flest, en auðvitað hefur ýmislegt komið upp á eins og hjá öllum,“ segir hún og minnist á tvo þætti í þeim efnum. Þórdís missti fyrrverandi kærasta sinn, sem lést í vinnuslysi á Grundartanga þegar þau voru ný hætt saman. „Það var mjög erfiður tími og flókinn,“ segir hún. „Þetta hefur auðvitað mótað mann á mjög ríkan hátt. Það er ekki alltaf spurning hvað kemur fyrir mann heldur hvernig maður vinnur úr því. Ég man til dæmis að það voru tilfinningar og upplifun hjá mér sem voru öskrandi ólógískar, og ég vissi alveg að þær voru ekki sannar, en þær voru samt þarna. Og ég þurfti að segja það upphátt.“ Hún var 23 ára gömul þegar hún varð fyrir umræddu áfalli. „Ég man að ég hugsaði: Ég er svo ung. Sama hvernig ég vinn úr þessu þá lofa ég sjálfri mér að gera það ekki þannig að ég verði bitur út lífið. Ég varð að finna leið til að vinna úr þessu þannig að ég yrði sterkari, en ekki reiðari. Þó það sé eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar í sorgarferli.“ „Mér fannst svo ósanngjarnt að svona góður maður fengi ekki að sjá fjölskylduna sína vaxa úr grasi, eða fá að heyra nýja lagið með uppáhalds hljómsveitinni sinni, eða fá að smakka jólabjórinn sem kom það árið. Þá snerist það um þessa litlu hluti, alveg eins og þessu stóru. Það hjálpar manni að hugsa að lífið er ekki sjálfsagt. Þú veist ekkert hvað það er langt, hvenær þú eða einhver í kringum þig er tekin úr leik.“ Dóttirin veiktist mjög ung Annað sem var Þórdísi erfitt var þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta rétt tæplega sex vikna gömul. „Hún var bara fimm kíló. Ástæðan fyrir því að kíghósti getur verið lífshættulegur svona ungum börnum er að þau kunna ekki að hósta, þau bara gefast upp.“ Dóttirin dvaldi á spítala í 42 daga. „Ég man að ég var með miða á fataskápnum á sjúkrastofunni þar sem ég krossaði á morgnanna yfir daginn sem var liðinn. Þetta var eins og afplánun, ég var feginn yfir hverjum degi sem leið.“ Þórdís segir að á spítalanum hafi dásamlegt starfsfólk tekið á móti henni. Þrátt fyrir það hafi henni fundist veikindin ósanngjörn. „Og svo setur maður hlutina í samhengi og ég hugsaði til dæmis: hvað ef ég ætti heima í landi þar sem ég væri ekkert endilega í stöðu til að vera með hana á sjúkrahúsi í fjörutíu daga. Það er ekkert alls staðar þannig. Og í sumum löndum þyrfti maður að eiga næga peninga til þess.“ Hún viðurkennir að á ákveðnum tímapunkti hafi hún haft verulegur áhyggjur af dóttur sinni, að veikindin myndu hafa varanleg áhrif á hana. „Mér leið eins og hún væri að skaðast varanlega og það væri ekki hægt að gera neitt í því, en læknarnir fullvissuðu mig um að það væri ekki þannig og að hún myndi ráða við þetta.“ Í jólaviðtali Bylgjunnar ræddi Þórdís einnig um æskuna á Akranesi, stjórnmálin, átök úti í heimi, líf opinberar persónu, og söluna Íslandsbanka. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bylgjan Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira