Óbærilegt margmenni vegna niðurskurðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 20:39 Ólöf og Halldóra eru báðar fastagestir í Vesturbæjarlaug. Þær eru afar ósáttar við skertan opnunartíma yfir hátíðarnar. Vísir/Arnar Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið. Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor. Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Opið var á aðfangadag og annan í jólum í Vesturbæjarlaug en lokað yfir aðra helstu hátíðisdaga - og lokað verður bæði gamlárs- og nýársdag. Þetta er staðan í hinum laugum borgarinnar líka; afleiðing hagræðingaraðgerða sem Reykjavíkurborg kynnti í fyrra. Ólafur Egilsson leikari gagnrýnir þessa skerðingu, eftir að hafa heimsótt laugina í algjörri örtröð á annan í jólum. Þann dag stóðu aðeins tvær aðrar sundlaugar í Reykjavík opnar. „Þar ræddum við að það hafði verið mikil aðsókn og yrði líka lokað á gamlársdag. Og fólk var leitt vegna þess að það eru þónokkrir hópar fastagesta sem hafa það fyrir sið að hittast hérna fyrir hádegið á gamlársdag og fara yfir árið, þetta er hefð, áratugahefð,“ segir Ólafur við fréttamann í pottinum. Þessir hópar fái þannig ekki að njóta þessarar áratugahefðar í ár. „Auðvitað þarf þetta að vera skynsamlega rekið og fjármagni ráðstafað af hyggjuviti en ég held að þarna hafi verið gengið fulllangt í niðurskurðinum,“ segir Ólafur. Ólafur Egilsson vakti máls á samdrætti í opnum tímum yfir hátíðarnar í sundlaugum borgarinnar. Hann telur niðurskurðarkröfuna of bratta.Vísir/Arnar Alltof margir í lauginni Og förum aðeins yfir tölfræðina sem Ólafur tók saman og birti á Facebook. Árið 2021 voru sundlaugarnar átta í borginni opnar í samtals 275 klukkustundir yfir hátíðisdagana sex. Þetta var komið niður í um 190 klukkustundir í fyrra og í ár eru sundlaugarnar aðeins opnar í um 113 klukkustundir. Þetta er sextíu prósent samdráttur á tveimur árum. Fréttamaður fer yfir tölfræðina í lauginni í dag. „Við erum ekki ánægðar með þetta og sérstaklega á Þorláksmessu, það var lokað þá. Og styttri tími. Við erum ekki ánægðar með það,“ segir Ólöf Stefánsdóttir, fastagestur í Vesturbæjarlaug. Hún og Halldóra Gestsdóttir, annar fastagestur, skelltu sér báðar í laugina á annan í jólum. „Það var hræðilegt, það var svo mikið af fólki!“ Hátíðarlokanir verða ræddar í menningar- íþrótta og tómstundaráði eftir áramót. Þá verður í það minnsta skoðað hvort skerpa megi á útfærslu þeirra. Það þykir til að mynda halla á laugargesti í Austurborginni. Þá er raunar frekari skerðing í kortunum, almenns eðlis. Frá og með 1. apríl verður opnunartími allra sundlauga í Reykjavík styttur um klukkutíma, til níu á kvöldin, á laugardögum og sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni sparast um fimmtíu milljónir á ári með hátíðarlokunum sundlauganna og um tuttugu milljónir til viðbótar með skertu helgarsundi í vor.
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Skerða kvöldsundið um helgar í öllum laugum borgarinnar Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkutíma um helgar frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórnendum lauganna var tilkynnt um breytinguna í dag. 28. desember 2023 16:37