Kylfingar ársins í fyrsta og fjórða sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:31 Haraldur Franklín og Ragnhildur Kristinsdóttir eru kylfingar ársins 2023. Vísir/Getty/Golf.is Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir voru í dag valin kylfingar ársins hjá Golfsambandi Íslands. Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira