Þetta segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna en vitni á svæðinu og talsmenn Hamas segja að skriðdrekar séu nú komnir að Bureij flóttamannabúðunum. Tugir fórust í loftárásum Ísraela á svæðið í gær en sókn landhersins sem nú virðist hafin er talin beinast að Bureij en einnig að Nuseirat- og Maghazi flóttamannabúðunum.
Á svæðinu búa um 90 þúsund manns og talið er að rúmlega 60 þúsund hafi flúið þangað að auki undan loftárásum á önnur skotmörk á Gasa ströndinni. Nú hefur Ísraelsher skipað fólkinu að flýja í suðurátt. Sameinuðu þjóðirnar segja hinsvegar að það sé ógjörningu því á því svæði, í borginni Deil al-Balah, sé þegar fyrir mikill fjöldi flóttamanna og ógerningur að koma þar fleirum fyrir.
Á sama tíma hafa Egyptar lagt fram tillögu að vopnahléi í þremur liðum og segir BBC að fulltrúar Hamas séu nú að fara yfir þær tillögur í Kaíró.
Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls