Enski boltinn

Ensk fótboltakona fannst látin í skógi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gemma Wiseman var aðeins 33 ára þegar hún lést.
Gemma Wiseman var aðeins 33 ára þegar hún lést.

Gemma Wiseman, sem vann brons með enska fótboltalandsliðinu á HM heyrnarlausra fyrir nokkrum árum, fannst látin á dögunum. Hún var 33 ára.

Lík Wisemans fannst í skógi nálægt Norwich 16. desember. Hún lætur eftir sig eiginkonu og þriggja ára dóttur.

Á styrktarsíðu sem var sett upp eftir andlát Wisemans kemur fram að hún hafi framið sjálfsmorð.

„Gemma var góð og indæl manneskja með frábæran húmor. Hvert sem hún fór fylgdi hlátur og kraftur með og hún átti auðvelt með að eignast vini,“ segir á styrktarsíðunni.

Auk þess að spila fótbolta starfaði Wiseman sem aðstoðarkona kennara. Hápunkturinn á fótboltaferli hennar var þegar England vann brons á HM heyrnarlausra 2016.

Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×