Rússar frömdu umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs í Úkraínu í morgun. Loftárásirnar beindust að borgum og bæjum um land allt og notuðu Rússar bæði eldflaugar og dróna. Hátt í þrjátíu eru sagðir hafa verið drepnir í árásunum og enn fleiri særðust.
Enn dvelja palestínskir menn fyrir utan Alþingishúsið til að þrýsta á stjórnvöld að gera meira til að sækja fjölskyldur þeirra, sem komnar eru með dvalarleyfi hér á landi, til Gasa. Ríkisstjórnin hefur málið til skoðunar segir málið flókið.
Við fylgjumst með hópi fólks sem gengur í hundraðasta sinn á Esjuna á þessu ári. Að þessu sinni er ferðin tileinkuð ungri hetju sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri. Og við veðrum í beinni með Ara Eldjárn, sem gerir upp árið með gríni.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.