Fótbolti

Ekkert víst að ríkasta fé­lag heims muni eyða í janúar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, segir ekkert víst að félagið muni kaupa leikmenn í janúar.
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, segir ekkert víst að félagið muni kaupa leikmenn í janúar. Vísir/Getty

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að það sé ólíklegt að hann nái að leysa slæmt gengi og meiðslavandræði liðsins með leikmannakaupum í janúarglugganum.

Newcastle hefur tapað sex af seinustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum og fallið um leið úr leik í Meistaradeild evrópu og enska deildarbikarnum. 

Howe segist þó ekki hafa fengið neina „tryggingu“ frá eigendum liðsins um að hann muni hafa fjármagn til að eyða í leikmenn á nýju ári.

„Janúar er alltaf erfiður mánuður,“ sagði Howe. „Við höfum ekki fengið neina tryggingu um það að við munum fá fjármuni til að eyða. Ég biðst afsökunar ef ég hljóma eins og biluð plata, en þetta er erfiður mánuður til að sækja gæðaleikmenn.“

„Reglur um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play) spila líka stórt hlutverk í okkar ákvarðanatöku. Þannig við skulum bara bíða og sjá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×