Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Þar greinum við einnig frá niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu þar sem spurt var hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili.
Við fjöllum einnig um hóp fólks sem heldur nú í ferð í Borgarfirði til að líta til með eftirlitslausum kindum. Forsvarsmaður hópsins segir Borgarbyggð eiga að koma kindunum á hús.
Og við segjum frá því að franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan 12.