Einstæð móðir rukkuð um tvöfalda leigu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2023 16:11 Kolbrún Jónsdóttir ásamt börnunum sínum. Andy Commins Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði. „Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
„Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira