Hræðilegt og sorglegt morðmál skekur Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 17:39 Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar. Getty/Athanasios Gioumpasis 81 árs gamall maður hefur verið handtekinn fyrir að myrða eiginkonu sína þremur mánuðum eftir að þau stigu fram í fjölmiðlum og lýstu yfir ósk sinni að deyja. DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
DR greinir frá því að Ebbe Preisler hafi verið handtekinn á dögunum fyrir að myrða eiginkonu sína og reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér með áttföldum eðlilegum skammti af sterka verkjalyfinu metadon á elliheimili í Frederiksberg þar sem hún bjó. Illa haldin af elliglöpum Mariann Preisler var áttatíu ára og illa haldinn af parkinsonsveiki eftir að hafa glímt við hana í meira en tvo áratugi. Hún gat ekki gengið, var með mikil elliglöp og haldin ofskynjunum. Hjónin stigu fram í viðtali við Politiken þar sem þau lýstu yfir ósk sinni að deyja saman með með hjálp svokallaðrar dánaraðstoðar. Ebbe gerði tilraun til að fyrirfara sér með sama hætti og hann drap eiginkonu sína. „Ég og kona mín myndum vilja fá í hendurnar banvænar pillur, svona eins og andspyrnufólk hafði í stríðinu, þannig að við getum, einhvern rólegan eftirmiðdag - með hana í hjólastólnum og mig í hægindastólnum við hennar hlið - horft hvort í annars augu og sagt: „Bless, ástin mín. Takk fyrir allt saman. Sofðu rótt,“ segir Ebbe í viðtali við Politiken fyrir þremur mánuðum síðan. Gift í meira en fimmtíu ár Lesið var upp úr kveðjubréfi sem Ebbe hafði skrifað í dómi sem starfsmaður elliheimilisins hafði fundið ásamt lífvana Mariann á miðvikudagsmorgun. Í bréfinu kemur fram að Mariann hafi upplifað sig þreytta, ófrjálsa og máttlausa samkvæmt eiginmanni sínum. Ebbe Preisler var ekki viðstaddur upplesturinn þar sem hann var enn rænulaus eftir sjálfsmorðstilraunina. Ákæruvaldið fór fram á að réttarhöldin yrðu haldin fyrir luktum dyrum en fjölskylda hinnar látnu óskaði eftir opnum réttarhöldum með vísan til greinarinnar sem birtist í Politiken varðandi málið fyrir fáeinum mánuðum síðan. Ebbe Preisler starfaði áður sem kvikmyndaframleiðandi og rithöfundur og Mariann Preisler sem listakona. Þau höfðu verið gift í fimmtíu ár.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira