Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þríbura Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. janúar 2024 07:00 Hanna og Arnar með Ingiberg, Þorra, Írenu og Bjart. Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls. Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur skyggnst inn í líf þríbura og þríburaforeldra síðustu þrjú ár ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni kvikmyndagerðarmanni. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá á RÚV í kvöld þegar heimildarmyndin Þríburar verður sýnd. Tvíeggja þríburar. Bríet Karítas, Brynjar Kári og Bergdís Kara. Fædd 2017. „Það má í rauninni segja að myndin Þríburar sé rúsínan í pylsuendanum á þáttaröðinni Tvíburar sem við Eiríkur gerðum. Í kvöld fá landsmenn að fylgjast með Hönnu Björk Hilmarsdóttur og Arnari Long Jóhannssyni takast á við þá áskorun að eignast þríbura en fyrir eiga þú rúmlega eins og hálfs árs dreng. Þetta er rússíbanareið og Hanna og Arnar leggja öll spilin á borðið,“ segir Ragnhildur Steinunn. Áhorfendur fá líka innsýn í líf annarra þríbura og þríburaforeldra en Ragnhildur segir að henni hafi þótt mikilvægt að hafa sem mesta breidd í efnistökum. Þríeggja þríburar. Þorri, Bjartur og Írena eru aðalsöguhetjur myndarinnar. „Þríburasambandið er margslungið og auðvitað upplifa ekki allir þríburar það með sama hætti. Margir þeirra sem við ræddum við töluðu þó um tímabil þar sem þeim fannst erfitt að vera þríburi. Að þurfa að deila afmælisdögum og athygli foreldra og ættingja. Flestir minntust þó líka á að því eldri sem þeir urðu því þakklátari yrðu þeir fyrir þríburatengslin. Það væri einstaklega dýrmætt að eiga bandamenn í gegnum súrt og sætt. Að vissu leyti er þetta svolítið ólíkt tvíburasambandinu því það getur oft verið erfiðara að vera þrír,“ segir Ragnhildur. Hún bendir á að til séu þrjár gerðir að þríburum; þríeggja þríburar sem eru ekkert líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini, eineggja þríburar sem eru erfðafræðilega nánast eins og svo tvíeggja þríburar þar sem tveir þríburanna eru með eins erfðaefni en hinn þriðji er öðruvísi. Arnar Long með þríburana sína í fanginu í fyrsta sinn. „Stundum fæðast engir þríburar árum saman hér á landi en svo koma ár þar sem þríburafæðingar eru tíðar. Ég held að árið 1994 eigi metið en þá voru sex þríburafæðingar á Íslandi. Árin 2018-2020 fæddust engir þríburar og samkvæmt mínum heimildum er ekki von á neinum þríburum árið 2024 en það getur auðvitað breyst á næstu mánuðum. Kannski fær einhver heppinn Íslendingur fréttir um þrefaldan lottóvinning í byrjun árs. Hver veit,“ segir Ragnhildur að lokum. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Frjósemi Tengdar fréttir Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 5. október 2023 09:00 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur skyggnst inn í líf þríbura og þríburaforeldra síðustu þrjú ár ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni kvikmyndagerðarmanni. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá á RÚV í kvöld þegar heimildarmyndin Þríburar verður sýnd. Tvíeggja þríburar. Bríet Karítas, Brynjar Kári og Bergdís Kara. Fædd 2017. „Það má í rauninni segja að myndin Þríburar sé rúsínan í pylsuendanum á þáttaröðinni Tvíburar sem við Eiríkur gerðum. Í kvöld fá landsmenn að fylgjast með Hönnu Björk Hilmarsdóttur og Arnari Long Jóhannssyni takast á við þá áskorun að eignast þríbura en fyrir eiga þú rúmlega eins og hálfs árs dreng. Þetta er rússíbanareið og Hanna og Arnar leggja öll spilin á borðið,“ segir Ragnhildur Steinunn. Áhorfendur fá líka innsýn í líf annarra þríbura og þríburaforeldra en Ragnhildur segir að henni hafi þótt mikilvægt að hafa sem mesta breidd í efnistökum. Þríeggja þríburar. Þorri, Bjartur og Írena eru aðalsöguhetjur myndarinnar. „Þríburasambandið er margslungið og auðvitað upplifa ekki allir þríburar það með sama hætti. Margir þeirra sem við ræddum við töluðu þó um tímabil þar sem þeim fannst erfitt að vera þríburi. Að þurfa að deila afmælisdögum og athygli foreldra og ættingja. Flestir minntust þó líka á að því eldri sem þeir urðu því þakklátari yrðu þeir fyrir þríburatengslin. Það væri einstaklega dýrmætt að eiga bandamenn í gegnum súrt og sætt. Að vissu leyti er þetta svolítið ólíkt tvíburasambandinu því það getur oft verið erfiðara að vera þrír,“ segir Ragnhildur. Hún bendir á að til séu þrjár gerðir að þríburum; þríeggja þríburar sem eru ekkert líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini, eineggja þríburar sem eru erfðafræðilega nánast eins og svo tvíeggja þríburar þar sem tveir þríburanna eru með eins erfðaefni en hinn þriðji er öðruvísi. Arnar Long með þríburana sína í fanginu í fyrsta sinn. „Stundum fæðast engir þríburar árum saman hér á landi en svo koma ár þar sem þríburafæðingar eru tíðar. Ég held að árið 1994 eigi metið en þá voru sex þríburafæðingar á Íslandi. Árin 2018-2020 fæddust engir þríburar og samkvæmt mínum heimildum er ekki von á neinum þríburum árið 2024 en það getur auðvitað breyst á næstu mánuðum. Kannski fær einhver heppinn Íslendingur fréttir um þrefaldan lottóvinning í byrjun árs. Hver veit,“ segir Ragnhildur að lokum.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Frjósemi Tengdar fréttir Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 5. október 2023 09:00 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. 5. október 2023 09:00
Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58
Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36