Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjalta Má Björnssyni, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Þar segir að áberandi hafi verið hversu mikilvægt sé að nota hlífðargleraugu ef verið sé að skjóta upp flugeldum í nágrenni.
„Nokkrir einstaklingar hlutu brunasár í andliti þar sem hlífðargleraugun höfðu augljóslega komið í veg fyrir alvarlegan augnáverka. Einnig voru tilvik þar sem fólk hafði talið sig standa fjarri flugeldum og því ekki verið með hlífðargleraugu en samt orðið fyrir minni háttar augnáverka vegna flugelda. Ættu því öll þau sem stödd eru utandyra þegar verið er að nota flugelda að vera með hlífðargleraugu.
Þrátt fyrir að loftmengun virðist samkvæmt mælingum hafa verið langt yfir viðmiðunarmörkum taldi enginn þeirra sem leitaði á bráðamóttöku að loftmengun vegna flugelda væri bein ástæða komunnar,“ segir í tilkynningunni.