Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 11:20 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gerð varnargarða fyrir ofan Grindavík klárlega vera tilraunarinnar virði. Mikið sé í húfi. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04