„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:45 Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt sem eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna. Rauði krossinn Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins,
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira