Segir Ísland geta komið á óvart á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 15:01 Simon Pytlick varð heimsmeistari með danska landsliðinu fyrir ári síðan og ætlar sér einnig gull á EM. EPA-EFE/Adam Warzawa Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira