„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:00 Lykilsóknarmenn Íslands eru í hópi þeirra bestu í heiminum að sögn Dags sem segir veikleika liðsins liggja í varnarleiknum. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða