Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað á slaginu tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og fáum álit sérfræðings á skjálftanum öfluga sem reið yfir á ellefta tímanum í morgun. 

Sá fannst vel á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar en um svokallaðan gikkskjálfta mun hafa verið að ræða í grennd við Keili.

Einnig tökum við stöðuna á gangi kjaraviðræðna í karphúsinu en þar hittust viðsemjendur í morgun. 

Að auki verður rætt við aðgerðasinna sem hafa staðið fyrir mótmælum við Alþingishúsið síðustu daga en þeir fengu í morgun leyfi til að vera lengur með tjaldbúðir sínar en áður hafði verið ráðgert. 

Í íþróttapakkanum verður síðan hitað upp fyrir úrslitaleikinn á HM í pílukasti sem fram fer í kvöld og fjallað um Subwaydeild kvenna í körfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×