Loka Fabrikkunni í Kringlunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 13:39 Aðeins eitt útibú er eftir af Íslensku hamborgarafabrikkunni. Vísir/Vilhelm Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. Í Kringlunni má finna miða við inngang veitingastaðarins þar sem gestum er vísað á Höfðatorg því staðnum í Kringlunni hafi verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá útibúinu við Höfðatorg var tekið á móti gestum í útibúið í Kringlunni í síðasta skipti þann 30. desember. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur í stað Íslensku hamborgarfabrikkunnar í Kringlunni.vísir/Vilhelm Staðurinn var opnaður vorið 2014 en þá voru fyrir fyrsti staðurinn á Höfðatorgi í Reykjavík, sem hefur verið í rekstri frá árinu 2010, og útibú á Akureyri sem var opnað árið 2013 en var lokað á Þorláksmessu. Framkvæmdastjóri útibúsins fyrir norðan sagði leigusamning í kjallara KEA hótels hafa runnið út um áramót. Ákveðið hafi verið í haust að loka staðnum í lok árs. Nóróveira kom upp á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Loka þurfti útibúunum í Kringlunni og Höfðatorgi í nokkra daga en fjöldi starfsfólks og gesta veiktist nokkuð alvarlega. Nóróveira smitast auðveldlega en ekkert benti til þess að veikindin tengdist hráefni eða mat á veitingastöðunum. Ekki fékkst úr því skorið hvor veiran hefði smitast út frá viðskiptavini eða starfsmanni. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, þá best þekktir sem Simmi og Jói úr Idolinu, voru upphaflegir eigendur veitingastaðarins sem í dag er í eigu Gleðipinna. Kaupfélag Skagfirðinga er núverandi eigandi Gleðipinna og er forstjórinn María Rún Hafliðadóttir. Vísir hefur sent Maríu Rún fyrirspurn um ástæðu lokunarinnar. Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Í Kringlunni má finna miða við inngang veitingastaðarins þar sem gestum er vísað á Höfðatorg því staðnum í Kringlunni hafi verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá útibúinu við Höfðatorg var tekið á móti gestum í útibúið í Kringlunni í síðasta skipti þann 30. desember. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur í stað Íslensku hamborgarfabrikkunnar í Kringlunni.vísir/Vilhelm Staðurinn var opnaður vorið 2014 en þá voru fyrir fyrsti staðurinn á Höfðatorgi í Reykjavík, sem hefur verið í rekstri frá árinu 2010, og útibú á Akureyri sem var opnað árið 2013 en var lokað á Þorláksmessu. Framkvæmdastjóri útibúsins fyrir norðan sagði leigusamning í kjallara KEA hótels hafa runnið út um áramót. Ákveðið hafi verið í haust að loka staðnum í lok árs. Nóróveira kom upp á Hamborgarafabrikkunni í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Loka þurfti útibúunum í Kringlunni og Höfðatorgi í nokkra daga en fjöldi starfsfólks og gesta veiktist nokkuð alvarlega. Nóróveira smitast auðveldlega en ekkert benti til þess að veikindin tengdist hráefni eða mat á veitingastöðunum. Ekki fékkst úr því skorið hvor veiran hefði smitast út frá viðskiptavini eða starfsmanni. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, þá best þekktir sem Simmi og Jói úr Idolinu, voru upphaflegir eigendur veitingastaðarins sem í dag er í eigu Gleðipinna. Kaupfélag Skagfirðinga er núverandi eigandi Gleðipinna og er forstjórinn María Rún Hafliðadóttir. Vísir hefur sent Maríu Rún fyrirspurn um ástæðu lokunarinnar.
Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26