Erlent

Á annað hundrað látnir eftir sprengingu við graf­hýsi Qa­sem So­leimani

Atli Ísleifsson skrifar
Litið var að Qasem Soleimani sem næstvaldamesta mann Írans á eftir Ali Khamenei æðstaklerk.
Litið var að Qasem Soleimani sem næstvaldamesta mann Írans á eftir Ali Khamenei æðstaklerk. AP

Að minnsta kosti hundrað og þrír eru látnir eftir tvær sprengingar nærri grafhýsi íranska hershöfðingjans Qasem Soleimani. Fjögur ár eru nú liðin frá því að Bandaríkjaher réð hann af dögum í drónaárás í Írak.

Íranski ríkisfjölmiðillinn Irib segir frá því að sextíu manns til viðbótar hafi særst í árásinni nærri the Saheb al-Zaman-moskunni í bænum Kerman í suðurhluta Íran.

Í frétt BBC segir aðstoðarríkisstjóri Kerman að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Að sögn voru hundruð manna að flykkjast í átt að grafhýsinu til að minnast Soleimani sem var yfirmaður Quds-sérsveita byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Veitti hann sem slíkur samtökum á borð við Hamas og Hezbollah herfræðilega ráðgjöf.

Frá vettvangi árásarinnar í Kerman fyrr í dag. AP

Litið var að Soleimani sem næstvaldamesta mann landsins á eftir Ali Khamenei æðstaklerk.

Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti sem fyrirskipaði banatilræðið 2020, lýsti Soleimani sem helsta hryðjuverkamanni heims.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Þúsundir komu saman vegna út­farar So­leimani

Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×