Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 14:45 Ragnar Kjartansson beið lægri hlut í deilu sinni við tollstjóra en náði þó að klóra í bakkann þegar kom að verðinu sem miða átti greiðslu á virðisaukaskatti við. Getty/Roberto Serra Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið. Menning Skattar og tollar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar, sem fékk málið á sitt borð eftir kæru Ragnars, að Ragnar hafi hannað og látið framleiða eitt þúsund eintök af salt- og piparstaukum úr postulíni. Á staukana var annars vegar letrað „Guilt“ og hins vegar „Fear“, eða „sekt“ og „ótti“ upp á íslensku. Staukarnir voru hluti af listasýningum í New York í Bandaríkjunum annars vegar og í Danmörku hins vegar. Að sýningu lokinni hafi Ragnar óskað eftir því að hluti innsetningarinnar yrði brotinn niður í stök pör sem almenningur hefði tök á að kaupa í gjafaöskjum. Skipulagði Ragnar innflutning á hundrað pörum til Íslands. Fyrst til að sýna og svo til að selja. 500 dollarar er söluverð sektar- og ótta staukanna hans Ragnars Kjartanssonar. Það eru um 69 þúsund íslenskar krónur. Ragnar tilgreindi innflutningsverð upp á 50 þúsund dollara þar sem til hafi staðið að selja hvert par á 500 dollara. Við tollafgreiðslu voru staukarnir ásamt gjafaöskjum flokkaðir af tollgæslu sem borðbúnaður og eldhúsbúnaður en ekki sem listaverk. Tollalög heimila innflutning á listaverkum sem listamenn flytja inn sjálfir án þess að greiddur sé virðisaukaskattur. Ragnar reiknaði með því að salt- og piparstaukarnir yrðu flokkaðir þannig en tollstjóri féllst ekki á það. Ekki væri um að ræða frumgerð listaverks heldur fjöldaframleiddar endurgerðir. Yfirskattanefnd féllst á það með tollstjóra að nytjamunir sem eigi sér hliðstæður í almennri verslunarvöru gætu ekki talist sem listaverk. Um væri að ræða fjöldaframleidda endurgerð sem hafi einkenni verslunarvöru. Nefndin féllst þó á að miða ætti við framleiðslukostnað salt- og piparstaukanna, upp á 71,5 dollara frekar en 500 dollara söluverðið.
Menning Skattar og tollar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira