Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 18:01 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur. Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skjálftinn sem reið yfir í morgun mældist 4,5 að stærð og var svokallaður „gikkskjálfti“. Sú tegund skjálfta merkir spennulosun á svæðinu, ekki að kvika sé á hreyfingu þar sem þær verða. Þorvaldur var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi skjálftann. Hann segir ýmis teikn á lofti um að skjálftavirknin sé að færa sig frá Svartsengi og Fagradalsfjalli og yfir í Trölladyngju. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá kort af Reykjanesskaganum og Trölladyngju. Efst til hægri á myndinni má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Trölladyngja er hluti af Krýsuvíkurkerfinu en þar gaus fyrir átta hundruð árum síðar. Kallaðist það Krýsuvíkureldar en við þá myndaðist hraunið við Hafnarfjörð, sem og Ögmundarhraun og önnur minni hraun. „Það er erfitt að spá langt fram í tímann. Þó virknin sé farin að færast yfir getur það tekið mörg ár að koma öllu af stað og komast í fullan gír, jafnvel áratugi. Það er ekki eins og það sé eitthvað stórt og mikið að fara að gerast þarna á morgun. Ekki þarna. En þetta er þessi nýi raunveruleiki sem við þurfum að lifa við. Við erum komin í eldgosatímabil á Reykjanesskaganum,“ segir Þorvaldur. Klippa: Ýmis teikn um að virknin sé að færa sig nær Trölladyngju Hvað varðar stöðuna í Svartsengi og við Grindavík segir Þorvaldur að það að hægt hafi á landrisi á svæðinu gæti bent til þess að eitthvað sé að fara að gerast. „Landrisið hægir á sér og það getur bent til þess að við séum komin með það mikinn þrýsting þarna niðri, að það sé búið að teygja það mikið á skorpunni að hún er kannski komin næstum því á brotþol. Ef hún brotnar myndast sprunga, kvika getur komið upp um sprunguna og það getur orðið gos,“ segir Þorvaldur. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi nýlega við Harald Sigurðsson eldfjallafræðing um Krýsuvíkurkerfið. Frétt úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Áhættumat þarf fyrir höfuðborgarsvæðið Komi til goss verði það þó ekki ýkja stórt enda sé lítið magn af kviku í kvikugeymslunni í Svartsengi. „Kvikugeymslan þarna er frekar lítil, við erum að tala um frekar lítið rúmmál af kviku. Kannski sex til sjö milljónir rúmmetrar af kviku. Ég held það sé ekki stór kvikugangur þarna undir með miklu flæð,“ segir Þorvaldur.
Grindavík Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Tengdar fréttir Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07