Man. Utd missir Onana ekki strax eins og Liverpool missti Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 07:30 Andre Onana ver hér frá Mohamed Salah í leik Manchester United á móti Liverpool í desember síðastliðnum. Getty/Peter Byrne André Onana mun standa í marki Manchester United í næstu tveimur leikjum liðsins þrátt fyrir að vera á leiðinni í Afríkukeppnina með kamerúnska landsliðinu. Manchester United náði samkomulagi við knattspyrnusamband Kamerún um það að Onana færi ekki strax. Aðalmarkvörður United mun því spila næstu tvo leiki liðsins, fyrst bikarleik á móti Wigan Athletic á mánudaginn kemur og svo deildarleik á móti Tottenham sem fer fram 14. janúar. ESPN segir frá. Kamerún leikur sinn fyrsta leik í Afríkukeppninni aðeins einum sólarhring eftir Tottenham leikinn eða 15. janúar. Ensku úrvalsdeildarfélögin urðu að losa leikmenn sem spila í Afríkukeppninni þann 1. janúar síðastliðinn. Liverpool maðurinn Mohamed Salah yfirgaf sem dæmi Liverpool eftir sigurinn á Newcastle á Nýársdag og spilar því ekki bikarleikinn við Arsenal um komandi helgi. Egyptaland gæti farið langt á mótinu og Salah misst af allt að átta leikjum Liverpool. Kamerúnska landsliðið er nú í æfingabúðum í Sádi-Arabíu og spilar vináttulandsleik við Sambíu 9. janúar næstkomandi. Onana hætti í landsliðinu á miðju síðasta heimsmeistaramóti eftir ósætti við Rigobert Song þjálfara en var beðinn um að snúa til baka fyrir leik í undankeppni Afríkukeppninnar í september síðastliðnum sem og hann gerði. Onana hafði áður sagt forráðamönnum United frá því síðastliðið sumar að hann væri hættur í landsliðinu. Það hefur örugglega áhrif á það að hann fær leyfi til að koma seinna til móts við landsliðið að þessu sinni. Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Manchester United náði samkomulagi við knattspyrnusamband Kamerún um það að Onana færi ekki strax. Aðalmarkvörður United mun því spila næstu tvo leiki liðsins, fyrst bikarleik á móti Wigan Athletic á mánudaginn kemur og svo deildarleik á móti Tottenham sem fer fram 14. janúar. ESPN segir frá. Kamerún leikur sinn fyrsta leik í Afríkukeppninni aðeins einum sólarhring eftir Tottenham leikinn eða 15. janúar. Ensku úrvalsdeildarfélögin urðu að losa leikmenn sem spila í Afríkukeppninni þann 1. janúar síðastliðinn. Liverpool maðurinn Mohamed Salah yfirgaf sem dæmi Liverpool eftir sigurinn á Newcastle á Nýársdag og spilar því ekki bikarleikinn við Arsenal um komandi helgi. Egyptaland gæti farið langt á mótinu og Salah misst af allt að átta leikjum Liverpool. Kamerúnska landsliðið er nú í æfingabúðum í Sádi-Arabíu og spilar vináttulandsleik við Sambíu 9. janúar næstkomandi. Onana hætti í landsliðinu á miðju síðasta heimsmeistaramóti eftir ósætti við Rigobert Song þjálfara en var beðinn um að snúa til baka fyrir leik í undankeppni Afríkukeppninnar í september síðastliðnum sem og hann gerði. Onana hafði áður sagt forráðamönnum United frá því síðastliðið sumar að hann væri hættur í landsliðinu. Það hefur örugglega áhrif á það að hann fær leyfi til að koma seinna til móts við landsliðið að þessu sinni.
Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira