Útilokar ekki forsetaframboð Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2024 07:39 Björn Zoëga hefur gegnt stöðu forstjóra Karolinska frá árinu 2019. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04