Útilokar ekki forsetaframboð Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2024 07:39 Björn Zoëga hefur gegnt stöðu forstjóra Karolinska frá árinu 2019. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Þetta segir Björn í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag, þar sem rætt var við Andrés Jónsson almannatengill, var nafn Björns nefnt sem mögulegur forsetaframbjóðandi. DN hafði í kjölfarið samband við Björn segir það hafa komið „skemmtilega á óvart“ að hafa verið nefndur sem mögulegur arftaki Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta. Þetta sýni að fólk á Íslandi fylgist með því starfi sem unnið sé á Karolinska. Segir ekki beint nei Björn segist ekki útiloka framboð. „Ég þarf tíma til að íhuga þetta, en ef fólk sem ég treysti vill að ég bjóði mig fram þá mun ég íhuga það. Ég þarf að heyra hvað fólk segi almennt um þetta svo ég segi ekki beint nei,“ segir hann í samtali við DN. Björn bætir því við að honum líki vel í Svíþjóð og í núverandi stöðu sinni sem forstjóri Karolinska, en að alltaf sé að finna „áskoranir í lífinu“. Að neðan má sjá fréttina þar sem rætt var við Andrés Jónsson um mögulega forsetaframbjóðendur. Forsetakosningar í júní Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu að hann muni ekki bjóða sig fram til endurkjörs næsta sumar eftir að hafa setið í embætti í átta ár. Því er ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í kosningum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Björn er bæklunarskurðlæknir og var forstjóri Landspítalans á árunum 2010 til 2013 og var ráðinn forstjóri Karolinska árið 2019. Árið 2022 var hann ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, en sú staða snerist fyrst og fremst að störfum Landspítalans. Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Ástþór Magnússon hafa þegar tilkynnt um framboð til forseta.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04