RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að héraðssaksóknari hafi fellt niður rannsókn málsins í nóvember þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Lögreglukonan kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem hefur málið til skoðunar.
Um er að ræða enn eitt málið þar sem lögreglukona sakar karlmann í sömu stétt um að hafa brotið á sér. Tveir yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru á síðasta ári sendir í leyfi vegna mála af svipuðum toga.