Nú þegar nýtt ár er gengið í garð strengja fjölmargir áramótaheit til þess að setja sér markmið og ná einbeitingu í sínum verkefnum og lífinu almennt.
Ástrós leggur áherslu á andlega vellíðan og ætlar sér að rækta hana með því að hugleiða daglega, forðast neikvæða orku og vera meira í núinu.
Sem áhrifavaldur má ætla að skoðanir annarra geti verið hluti af lífi þess. Og ætlar Ástrós sér að einblína minna á hvað öðrum finnst.
Fjárhagslegt markmið Ástrósar er góð og gild regla, að leggja til hliðar og velja gæði frekar en magn.
Síðast en ekki er svefninn á lista og mikilvægur fyrir góða andlega og líkamlega heilsu. Ástrós ætlar sér að fara að sofa ekki seinna en klukkan 22 og vakna þess í stað snemma.
Hér má sjá lista Ástrós í heild sinni:
- Einblína minna á skoðanir annarra
- Bæta húðumhirðu
- Forðast neikvæða orku
- Ferðast
- Hugleiða daglega
- Fara að sofa klukkan 22.
- Gera lista to do lista, og fara eftir honum
- Velja gæði fram í yfir magn
- Fara út fyrir þægindarammann
- Leggja pening til hliðar
- Vera morgunmanneskja
- Vera meira í núinu
- Lesa bækur - skrolla samfélagsmiðla

Ástrós er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum LXS og sem dansari í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem báðir voru sýndir á Stöð 2.
Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þætti LXS þegar vinkonur Ástósar komu henni að óvöru með glæsilegu steypiboði.