Innherji

Epi­Endo ætlar að sækja yfir 15 milljarða til að fjár­magna frekari rann­sóknir

Hörður Ægisson skrifar
Stefán Pétursson fjármálastjóri EpiEndo og Finnur Einarsson rekstrarstjóri félagsins. EpiEndo var stofnað fyrir hartnær einum áratug af íslenskum lækni og ef fram fer sem horfir hefur frumlyf í þróun þess möguleika á að verða fyrsta bólgueyðandi lyfið í töfluformi sem hægt er að nota til langtímameðferðar við langvinnri lungnateppu.
Stefán Pétursson fjármálastjóri EpiEndo og Finnur Einarsson rekstrarstjóri félagsins. EpiEndo var stofnað fyrir hartnær einum áratug af íslenskum lækni og ef fram fer sem horfir hefur frumlyf í þróun þess möguleika á að verða fyrsta bólgueyðandi lyfið í töfluformi sem hægt er að nota til langtímameðferðar við langvinnri lungnateppu.

Íslenska lyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals, sem vinnur að þróun á lyfi í töfluformi gegn lungnaþembu, hefur samið við alþjóðlegan fjárfestingabanka til að sjá um stóra hlutafjáraukningu síðar á árinu þar sem félagið áformar að sækja sér fjármagn upp á vel á annan tug milljarða króna. Sú fjármögnun á að standa undir kostnaði við næsta fasa af klínískum rannsóknum fram til ársins 2028 en stjórnendur EpiEndo eru bjartsýnir á að félagið geti náð verulegri hlutdeild á markaði sem gæti verið verið árlega um 30 milljarðar Bandaríkjadala að stærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×