Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 09:20 Herdís Dröfn hefur störf í næstu viku. Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að Herdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi. Hún er fyrrverandi forstjóri Valitor, en þar leiddi hún félagið gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Herdís var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og óskráðum félögum hérlendis og erlendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Þá er Herdís stjórnarformaður Eyris Venture Management. Páll Ásgrímsson tók við starfi forstjóra um miðjan október. Hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.Sýn Herdís er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla. Herdís Dröfn segist þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. Hún sé full eftirvæntingar að taka við keflinu hjá Sýn. „Ég hlakka til að kynnast starfseminni, starfsfólkinu og viðskiptavinum félagsins. Sýn samanstendur af spennandi rekstrareiningum í fjarskiptum, fjölmiðlum og í upplýsingatækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfsmönnum að efla þær einingar enn frekar og hámarka virði þeirra.“ Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, segir Herdísi hafa sýnt að hún sé framúrskarandi stjórnandi sem hafi jákvæð áhrif á rekstur og afkomu þeirra félaga sem hún láti sig varða. „Við erum að fá einstaklega öfluga manneskju í starfið og hlökkum til samstarfsins. Á þessum tímamótum viljum við jafnframt þakka Páli Ásgrímssyni – sem gegnt hefur starfi forstjóra tímabundið - sérstaklega fyrir sitt framlag en hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.“ Meðal vörumerkja Sýnar má nefna Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 sport, Bylgjan, X-ið, FM957 og Vísi. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04 Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08 Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að Herdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi. Hún er fyrrverandi forstjóri Valitor, en þar leiddi hún félagið gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Herdís var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og óskráðum félögum hérlendis og erlendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Þá er Herdís stjórnarformaður Eyris Venture Management. Páll Ásgrímsson tók við starfi forstjóra um miðjan október. Hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.Sýn Herdís er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla. Herdís Dröfn segist þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. Hún sé full eftirvæntingar að taka við keflinu hjá Sýn. „Ég hlakka til að kynnast starfseminni, starfsfólkinu og viðskiptavinum félagsins. Sýn samanstendur af spennandi rekstrareiningum í fjarskiptum, fjölmiðlum og í upplýsingatækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfsmönnum að efla þær einingar enn frekar og hámarka virði þeirra.“ Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, segir Herdísi hafa sýnt að hún sé framúrskarandi stjórnandi sem hafi jákvæð áhrif á rekstur og afkomu þeirra félaga sem hún láti sig varða. „Við erum að fá einstaklega öfluga manneskju í starfið og hlökkum til samstarfsins. Á þessum tímamótum viljum við jafnframt þakka Páli Ásgrímssyni – sem gegnt hefur starfi forstjóra tímabundið - sérstaklega fyrir sitt framlag en hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.“ Meðal vörumerkja Sýnar má nefna Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 sport, Bylgjan, X-ið, FM957 og Vísi. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04 Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08 Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04
Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08
Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28