Vetrarparadísin höfðar til íslenskra bókakaupenda Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2024 12:23 Arnaldur, Yrsa og Ólafur Jóhann. Kóngur, drottning og krónprins íslenskrar bóksölu. vísir/vilhelm (samsett) Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur Jóhann sýnir styrk sinn og það að hann býr að sérlega traustum hópi lesenda því hann sendi að þessu sinni frá sér smásagnasafn sem alla jafna eru ekki að skora hátt í bóksölunni. Þjóðin vill skáldsögu og helst glæpasögu. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda gantast með það að ef þessum bókum, það er titlum bóka Arnaldar, Yrsu og Ólafs Jóhanns, yrði slegið saman í eina mætti nefna hana Vetrarparadís eða Frostríki. „Það er gaman að geta þess að árið 2020 átti Ólafur Jóhann mest seldu bókina, Snertingu, árið 2022 var röðin komin að Yrsu með Lok, lok og læs og í fyrra var það tvíeykið Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir sem komu glæpasögu sinni, Reykjavík á toppinn.“ Að sögn Bryndísar voru bókakaupendur eilítið seinir á ferð, salan var hlutfallslega meiri á síðustu dögunum fyrir jól heldur en undanfarin ár þó ekki hafi hún náð þeim Þorláksmessuhæðum sem þekktar voru fyrir nokkrum ártugum. Hlutdeild forlaganna „Nokkrir titlar hefðu líklega náð hærra á listann ef þær hefðu ekki selst upp og ber þar hæst ljóðatvennu Gyrðis Elíassonar, Náttúrulögmál Eiríks Arnars Norðdahl og Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson. Auði Övu héldu hins vegar engin bönd eftir frábæra dóma í síðasta Kiljuþætti ársins, skáldsagna DJ Bambi á tvímælalaust lokasprett ársins.“ Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda rýnir í bóksölu ársins 2023 að teknu tilliti til þeirra lista sem Fíbút gefur út í aðdraganda jóla.vísir/vilhelm Sé litið til hlutdeildar útgefenda í bóksölunni kemur á daginn að Forlagið flestar bækur á topp 20 listanum eða 7 talsins. Bjartur Veröld á 4 og Sögur útgáfa 2. Sé litið til íslenskra skáldverka á Forlagið 8 bækur, Bjartur Veröld 6, Benedikt bókaútgáfa 3 og Sögur útgáfa 2. „Elsta íslenska bókin til að ná inn á listann er Leikskólalögin okkar með Jóni Ólafssyni sem komu út árið 2019 og sitja í 10 sæti barnabókalistans. Þá eru Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia í 12. sæti skáldverkalistans en hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu og seldist líklega meira á síðasta ári en árið á undan þegar hún kom út,“ segir Bryndís. Óttar, Birgitta og Bjarni setja sitt mark á listana Þaulsetnasti höfundur landsins er svo Óttar Sveinsson með Útkallsbækur sínar sem setið hafa í efstu sætum sölulista síðast liðin 30 ár. Og enginn höfundur á fleiri bækur á listum en Birgitta Haukdal sem er með þrjár Láru bækur á meðal 11 mest seldu bóka ársins. Bjarni Fritzson, Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson eiga svo tvær af tuttugu mest seldu barnabókum íslenskra höfunda. Bryndís vill að endingu koma á framfæri þökkum: „Félag íslenskra bókaútgefenda þakka lesendum góðar viðtökur á síðasta ári. Við áætlum að fjöldi seldra bóka hafi aukist um 2 prósent á milli ára, mest í sölu barnabóka. Við bíðum svo samantektar Hagstofu Íslands á veltutölum í greininni, þær koma væntanlega þegar líða tekur á árið.“ 20 mest seldu bækur ársins, 1. janúar - 31. desember 2023 Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Hvítalogn - Ragnar Jónasson Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Borg hinna dauðu - Stefán Máni Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Bannað að drepa - Gunnar Helgason Aðeins fleiri Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Líkaminn geymir allt - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Blæja (Bluey) - Góða nótt leðurblaka - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Íslensk skáldverk Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Hvítalogn - Ragnar Jónasson Borg hinna dauðu - Stefán Máni DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Land næturinnar - Vilborg Davíðsdóttir Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Valskan - Nanna Rögnvaldardóttir Lungu - Pedro Gunnlaugur Garcia Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl Ból - Steinunn Sigurðardóttir Dauðadjúp sprunga - Lilja Sigurðardóttir Maðurinn frá São Paulo - Skúli Sigurðsson Högni - Auður Jónsdóttir Kjöt - Bragi Páll Sigurðarson Heimsmeistari - Einar Kárason Kletturinn - Sverrir Norland Þýdd skáldverk Blóðmáni - Jo Nesbø, þýð. Halla Kjartansdóttir Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Sólarupprás við sjóinn - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Minningaskrínið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Hundaheppni - Lee Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn - Julie Caplin, þýð. Kristín Valgerður Gísladóttir Jólabókaklúbburinn - Sarah Morgan, þýð. Birgitta E. Hassell og Marta H. Magnadóttir Violeta - Isabel Allende, þýð. Sigrún Á. Eiríksdóttir Smámunir sem þessir - Clarie Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Banvænn sannleikur - Angela Marsons, þýð. Ingunn Snædal Í hennar skóm - Jojo Moyes, þýð. Herdís M. Hübner Verity - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Daladrungi - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir Íbúðin í París - Lucy Foley, þýð. Herdís H. Húbner Það sem þernan sér - Freida McFadden, þýð. Ingunn Snædal Spænska ástarblekkingin - Elena Armas, þýð. Sunna Dís Másdóttir Blekkingin - Camilla Läckberg og Henrik Fexeus, þýð. Sigurður Þór Salvarsson Sjö systur 5 : Mánasystirin - Lucinda Riley, þýð. Arnar Matthíasson Brúðkaup í paradís - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Köngulóin : glæpasaga - Lars Kepler, þýð. Hilmar Helgu- og Hilmarsson Fræðirit, handbækur og ævisögur Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson Aðeins fleiri Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson Líkaminn geymir allt - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Hugrekki til að hafa áhrif - Halla Tómasdóttir Ullaræði: Villahullu - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Blóðsykursbyltingin - Jessie Inchauspé, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir Morðin í Dillonshúsi - Sigríður Dúa Goldsworthy Forystufé og fólkið í landinu - Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen Heiðarprjón - Lene Holme Samsøe, myndh. K. Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. Hekla - Elsa Harðardóttir Vegahandbókin : ferðahandbókin þín - Ýmsir höfundar Krossgátur Morgunblaðið bók 14 - Edda útgáfa Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran - Hrefna Sætran Gagnfræðakver handa háskólanemum - Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson Björn Pálsson : Flugmaður og þjóðsagnapersóna - Jóhannes Tómasson Lífið er kynlíf - Handbók kynfræðings um langtímasambönd - Áslaug Kristjánsdóttir, myndh. Ari Magg Íslenskar barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Bannað að drepa - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Bella gella krossari - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Skólaslit 2 - Dauð viðvörun - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason Álfar - Hjörleifur Hjartarson, myndh. Rán Flygenring Eldur - Björk Jakobsdóttir, myndh. Freydís Kristjánsdóttir Fótboltaspurningar 2023 - Guðjón Ingi Eiríksson Hrím - Hildur Knútsdóttir Mömmuskipti - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Stelpur stranglega bannaðar! - Embla Guðný Jónsdóttir Bachman, myndh. Blær Guðmundsdóttir Spurningabókin 2023 - Guðjón Ingi Eiríksson Íslensku dýrin okkar - Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir Sagan af Dimmalimm - Guðmundur Thorsteinsson, myndh. Olena Soroka og Vladimiro Rikowski Þín eigin saga : Veiðiferðin - Ævar Þór Benediktsson Þýddar barna- og ungmennabækur Blæja (Bluey) - Góða nótt leðurblaka - Daniella Wills, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Jólaföndur - Unga ástin mín Dagbók Kidda klaufa 17 - Rokkarinn reddar öllu - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Verstu gæludýr í heimi - David Walliams, myndh. Adam Stower, þýð. Guðni Kolbeinsson Gleðilega Jólahátíð - þrautabók - Unga ástin mín Jólasyrpa 2023 - Walt Disney Risaeðlugengið 5 - Sæskrímslið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer "Snúum og leikum, teningaspil " - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Fótboltastjörnur - Messi er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding Blæja (Bluey) límum þetta! - Daniella Wills, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Dýrahljóð - bók með hljóði - Sam Taplin, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson Fótboltastjörnur - Mbappé er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Litlu börnin læra - sveitin - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Depill á jólunum - Eric Hill, þýð. Jakob F. Ásgeirsson Gurra komum á koppinn - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Bóbó bangsi í leikskólanum - Susan Niessen, myndh. Hartmut Bieber Greppikló - Julia Donaldson, myndh. Axel Scheffler, þýð. Þórarinn Eldjárn Ofurskrímslið - David Walliams, myndh. Tony Ross, þýð. Guðni Kolbeinsson Lúlli - Ulf Löfgren, þýð. Sigríður Rögnvaldsdóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6. desember 2022 11:40 Frasabókin er svarti foli þessarar vertíðar Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. 19. desember 2023 13:56 Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega. 29. nóvember 2023 12:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Ólafur Jóhann sýnir styrk sinn og það að hann býr að sérlega traustum hópi lesenda því hann sendi að þessu sinni frá sér smásagnasafn sem alla jafna eru ekki að skora hátt í bóksölunni. Þjóðin vill skáldsögu og helst glæpasögu. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda gantast með það að ef þessum bókum, það er titlum bóka Arnaldar, Yrsu og Ólafs Jóhanns, yrði slegið saman í eina mætti nefna hana Vetrarparadís eða Frostríki. „Það er gaman að geta þess að árið 2020 átti Ólafur Jóhann mest seldu bókina, Snertingu, árið 2022 var röðin komin að Yrsu með Lok, lok og læs og í fyrra var það tvíeykið Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir sem komu glæpasögu sinni, Reykjavík á toppinn.“ Að sögn Bryndísar voru bókakaupendur eilítið seinir á ferð, salan var hlutfallslega meiri á síðustu dögunum fyrir jól heldur en undanfarin ár þó ekki hafi hún náð þeim Þorláksmessuhæðum sem þekktar voru fyrir nokkrum ártugum. Hlutdeild forlaganna „Nokkrir titlar hefðu líklega náð hærra á listann ef þær hefðu ekki selst upp og ber þar hæst ljóðatvennu Gyrðis Elíassonar, Náttúrulögmál Eiríks Arnars Norðdahl og Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson. Auði Övu héldu hins vegar engin bönd eftir frábæra dóma í síðasta Kiljuþætti ársins, skáldsagna DJ Bambi á tvímælalaust lokasprett ársins.“ Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda rýnir í bóksölu ársins 2023 að teknu tilliti til þeirra lista sem Fíbút gefur út í aðdraganda jóla.vísir/vilhelm Sé litið til hlutdeildar útgefenda í bóksölunni kemur á daginn að Forlagið flestar bækur á topp 20 listanum eða 7 talsins. Bjartur Veröld á 4 og Sögur útgáfa 2. Sé litið til íslenskra skáldverka á Forlagið 8 bækur, Bjartur Veröld 6, Benedikt bókaútgáfa 3 og Sögur útgáfa 2. „Elsta íslenska bókin til að ná inn á listann er Leikskólalögin okkar með Jóni Ólafssyni sem komu út árið 2019 og sitja í 10 sæti barnabókalistans. Þá eru Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia í 12. sæti skáldverkalistans en hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu og seldist líklega meira á síðasta ári en árið á undan þegar hún kom út,“ segir Bryndís. Óttar, Birgitta og Bjarni setja sitt mark á listana Þaulsetnasti höfundur landsins er svo Óttar Sveinsson með Útkallsbækur sínar sem setið hafa í efstu sætum sölulista síðast liðin 30 ár. Og enginn höfundur á fleiri bækur á listum en Birgitta Haukdal sem er með þrjár Láru bækur á meðal 11 mest seldu bóka ársins. Bjarni Fritzson, Gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson eiga svo tvær af tuttugu mest seldu barnabókum íslenskra höfunda. Bryndís vill að endingu koma á framfæri þökkum: „Félag íslenskra bókaútgefenda þakka lesendum góðar viðtökur á síðasta ári. Við áætlum að fjöldi seldra bóka hafi aukist um 2 prósent á milli ára, mest í sölu barnabóka. Við bíðum svo samantektar Hagstofu Íslands á veltutölum í greininni, þær koma væntanlega þegar líða tekur á árið.“ 20 mest seldu bækur ársins, 1. janúar - 31. desember 2023 Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Hvítalogn - Ragnar Jónasson Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Borg hinna dauðu - Stefán Máni Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Bannað að drepa - Gunnar Helgason Aðeins fleiri Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Líkaminn geymir allt - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Blæja (Bluey) - Góða nótt leðurblaka - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Íslensk skáldverk Sæluríkið - Arnaldur Indriðason Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson Hvítalogn - Ragnar Jónasson Borg hinna dauðu - Stefán Máni DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir Land næturinnar - Vilborg Davíðsdóttir Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir Valskan - Nanna Rögnvaldardóttir Lungu - Pedro Gunnlaugur Garcia Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl Ból - Steinunn Sigurðardóttir Dauðadjúp sprunga - Lilja Sigurðardóttir Maðurinn frá São Paulo - Skúli Sigurðsson Högni - Auður Jónsdóttir Kjöt - Bragi Páll Sigurðarson Heimsmeistari - Einar Kárason Kletturinn - Sverrir Norland Þýdd skáldverk Blóðmáni - Jo Nesbø, þýð. Halla Kjartansdóttir Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Sólarupprás við sjóinn - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Minningaskrínið - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Hundaheppni - Lee Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn - Julie Caplin, þýð. Kristín Valgerður Gísladóttir Jólabókaklúbburinn - Sarah Morgan, þýð. Birgitta E. Hassell og Marta H. Magnadóttir Violeta - Isabel Allende, þýð. Sigrún Á. Eiríksdóttir Smámunir sem þessir - Clarie Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Banvænn sannleikur - Angela Marsons, þýð. Ingunn Snædal Í hennar skóm - Jojo Moyes, þýð. Herdís M. Hübner Verity - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Daladrungi - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir Íbúðin í París - Lucy Foley, þýð. Herdís H. Húbner Það sem þernan sér - Freida McFadden, þýð. Ingunn Snædal Spænska ástarblekkingin - Elena Armas, þýð. Sunna Dís Másdóttir Blekkingin - Camilla Läckberg og Henrik Fexeus, þýð. Sigurður Þór Salvarsson Sjö systur 5 : Mánasystirin - Lucinda Riley, þýð. Arnar Matthíasson Brúðkaup í paradís - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Köngulóin : glæpasaga - Lars Kepler, þýð. Hilmar Helgu- og Hilmarsson Fræðirit, handbækur og ævisögur Útkall Mayday - erum að sökkva - Óttar Sveinsson Frasabókin - Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson Aðeins fleiri Pabbabrandarar - Þorkell Guðmundsson Líkaminn geymir allt - Bessel van der Kolk, þýð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson Hugrekki til að hafa áhrif - Halla Tómasdóttir Ullaræði: Villahullu - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Blóðsykursbyltingin - Jessie Inchauspé, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir Morðin í Dillonshúsi - Sigríður Dúa Goldsworthy Forystufé og fólkið í landinu - Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen Heiðarprjón - Lene Holme Samsøe, myndh. K. Rohrberg, þýð. Ásdís Sigurgestsd. og Guðrún B. Þórsd. Hekla - Elsa Harðardóttir Vegahandbókin : ferðahandbókin þín - Ýmsir höfundar Krossgátur Morgunblaðið bók 14 - Edda útgáfa Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran - Hrefna Sætran Gagnfræðakver handa háskólanemum - Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson Björn Pálsson : Flugmaður og þjóðsagnapersóna - Jóhannes Tómasson Lífið er kynlíf - Handbók kynfræðings um langtímasambönd - Áslaug Kristjánsdóttir, myndh. Ari Magg Íslenskar barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - jólin eru að koma - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára missir tönn - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal, myndh. Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Bannað að drepa - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson Bella gella krossari - Gunnar Helgason, myndh. Rán Flygenring Skólaslit 2 - Dauð viðvörun - Ævar Þór Benediktsson, myndh. Ari H.G. Yates Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson, myndh. Úlfur Logason Álfar - Hjörleifur Hjartarson, myndh. Rán Flygenring Eldur - Björk Jakobsdóttir, myndh. Freydís Kristjánsdóttir Fótboltaspurningar 2023 - Guðjón Ingi Eiríksson Hrím - Hildur Knútsdóttir Mömmuskipti - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Stelpur stranglega bannaðar! - Embla Guðný Jónsdóttir Bachman, myndh. Blær Guðmundsdóttir Spurningabókin 2023 - Guðjón Ingi Eiríksson Íslensku dýrin okkar - Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir Sagan af Dimmalimm - Guðmundur Thorsteinsson, myndh. Olena Soroka og Vladimiro Rikowski Þín eigin saga : Veiðiferðin - Ævar Þór Benediktsson Þýddar barna- og ungmennabækur Blæja (Bluey) - Góða nótt leðurblaka - Daniella Wills, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Jólaföndur - Unga ástin mín Dagbók Kidda klaufa 17 - Rokkarinn reddar öllu - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Verstu gæludýr í heimi - David Walliams, myndh. Adam Stower, þýð. Guðni Kolbeinsson Gleðilega Jólahátíð - þrautabók - Unga ástin mín Jólasyrpa 2023 - Walt Disney Risaeðlugengið 5 - Sæskrímslið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer "Snúum og leikum, teningaspil " - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Fótboltastjörnur - Messi er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding Blæja (Bluey) límum þetta! - Daniella Wills, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Dýrahljóð - bók með hljóði - Sam Taplin, þýð. Kolbeinn Þorsteinsson Fótboltastjörnur - Mbappé er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson Litlu börnin læra - sveitin - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Depill á jólunum - Eric Hill, þýð. Jakob F. Ásgeirsson Gurra komum á koppinn - Þýð. Andri Karel Ásgeirsson Bóbó bangsi í leikskólanum - Susan Niessen, myndh. Hartmut Bieber Greppikló - Julia Donaldson, myndh. Axel Scheffler, þýð. Þórarinn Eldjárn Ofurskrímslið - David Walliams, myndh. Tony Ross, þýð. Guðni Kolbeinsson Lúlli - Ulf Löfgren, þýð. Sigríður Rögnvaldsdóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6. desember 2022 11:40 Frasabókin er svarti foli þessarar vertíðar Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. 19. desember 2023 13:56 Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega. 29. nóvember 2023 12:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Glænýr bóksölulisti Fibut: Ólafur Jóhann og Stefán Máni á mikilli siglingu Eins og svo oft áður er helsta spurningin þessa jólabókaflóðs: Tekst einhverjum að velgja konungi bóksölunnar, Arnaldi Indriðasyni, undir uggum? 6. desember 2022 11:40
Frasabókin er svarti foli þessarar vertíðar Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. 19. desember 2023 13:56
Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega. 29. nóvember 2023 12:00