FH-ingar óska eftir hjálp við að velja besta lið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 16:00 Atli Guðnason er einn af bestu sonum FH og líklegur til að vera kosinn í liðið. Vísir/Daníel FH-ingar minnast þess í ár að þá verða tuttugu ár liðin frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í meistaraflokki karla í fótbolta. FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2004 og vann síðan sjö Íslandsmeistaratitla til viðbótar frá 2005 til 2016. Þegar titilinn vannst fyrir tuttugu árum þá var FH búið að spila í efstu deild, með smá hléum, í næstum því þrjá áratugi. Sumarið 2004 þá tókst FH-ingum að ná í þann stóra og hefja um leið ótrúlega sigurgöngu sína. Meðal annars ætlar FH að halda upp á tímamótin með því að gefa aðdáendum kost á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu FH-liðsins. Ætlunin er að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og knattspyrnuáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Kosinn er einn leikmaður í hverja stöðu og á kosningarsíðunni má sjá hvaða leikmenn eru tilnefndir. Nokkrir af leikmönnunum eru þó tilnefndir í fleiri en eina leikstöðu enda hafa margir fjölhæfir leikmenn spilað fyrir félagið. „Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!,“ segir í kynningu á kosningunni á heimasíðu FH-inga. Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1. mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn. Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Besta deild karla FH Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira
FH varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2004 og vann síðan sjö Íslandsmeistaratitla til viðbótar frá 2005 til 2016. Þegar titilinn vannst fyrir tuttugu árum þá var FH búið að spila í efstu deild, með smá hléum, í næstum því þrjá áratugi. Sumarið 2004 þá tókst FH-ingum að ná í þann stóra og hefja um leið ótrúlega sigurgöngu sína. Meðal annars ætlar FH að halda upp á tímamótin með því að gefa aðdáendum kost á að velja sitt uppáhalds byrjunarlið úr sögu FH-liðsins. Ætlunin er að heiðra þá leikmenn sem hafa staðið vaktina frá stofnun félagsins. Aðdáendur FH, fjölmiðlar og knattspyrnuáhugafólk allt er hvatt til að taka þátt í kosningu um besta byrjunarlið félagsins. Kosinn er einn leikmaður í hverja stöðu og á kosningarsíðunni má sjá hvaða leikmenn eru tilnefndir. Nokkrir af leikmönnunum eru þó tilnefndir í fleiri en eina leikstöðu enda hafa margir fjölhæfir leikmenn spilað fyrir félagið. „Viltu stilla upp þínu uppáhalds liði frá árum áður? Eða viltu sjá Daða Lárusson senda langan bolta á Vidda Halldórs sem flikkar honum áfram á Atla Guðna? Valið er þitt!,“ segir í kynningu á kosningunni á heimasíðu FH-inga. Opnað hefur verið fyrir kosningu og fer hún fram á heimasíðu FH. Kosning stendur yfir til 1. mars og verður besta byrjunarliðið þá tilkynnt við hátíðlega athöfn. Öll sem taka þátt í að velja besta byrjunarliðið fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn áritaða treyju af leikmönnum Meistaraflokks Karla. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar)
Besta deild karla FH Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Sjá meira