Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 09:31 Staðan á Elvari Erni Jónssyni virðist skána með hverjum deginum sem líður. Eftir margra vikna meiðslatímabil lítur út fyrir að hann geti verið klár í slaginn með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti. Vísir/Einar Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi. Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira